Innlent

Borgarstjóra og oddvita Samfylkingarinnar ýtt til hliðar

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík. MYND/Gunnar V. Andrésson

Oddviti sjálfstæðismanna í borginni segir sigur Dags B. Eggertssonar í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík ekki koma á óvart og bendir á að borgarstjóra og oddvita flokksins í borginni hafi verið ýtt til hliðar.

Vilhjámur Þ. Vilhljálmsson, oddviti Sjálfstæðimanna í Reykjavík, segir úrslit úr prófkjöri Samfylkingarinnar hafa verið fyrirsjánleg og í samræmi við kannanir. Hann segir listann líka vera hálfgerðan R-lista þar sem Dagur B. Eggertsson hafi fyrir skömmu verið óháður og að Björk Vilhelmsdóttir sem nú er óháð en var fyrir skömmu í Vinstri grænum sé í fjórða sæti listans.

Vilhjálmur segir Samfylkingunar vera að færast til vinstir og því séu hörð átök í aðsigi á milli Samfylkingarinnar og Vinstri grænna.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×