Innlent

Telja hval hafa hrundið af stað leit

Kannski var það þessi...
Kannski var það þessi...

Nú er talið fullvíst að hvalur hafi hrundið af stað umfangsmikilli leit úr lofti, á sjó og með ströndum út af norðanverðu Seltjarnarnesi og á voginum út af Ánanaustum í gærkvöldi.

Tilkynningar bárust neyðarlínunni laust fykrir klkukkan sex, um að þar væri að líkindum hálf sokkinn bátur. Öll björgunarskip af höfuðborgarsvæðinu og leitarflokkar voru þegar kölluð út og þyrla Landhelgisgæslunnar klukkustund síðar.

Hún leitaði með ljóskastara og áhöfnin var búin nætUrsjónaukum og beitti hitamyndavélum. Leitarskilyrði voru í alla staði góð og kannað var í landi hvort nokkurs báts væri saknað, en án árangurs og var leit hætt klukkan tíu í gærkvöldi. Nokkrar svipaðar tilkynningar bárust og gaf fólk upp nöfn þannig að enginN grunur er um að fólk hafi verið að segja rangt til.

Endanlega hefur nú verið gengið úr skugga um að einskis báts er saknað og er nú einna helst hallast að því að hvalur hafi verið þarna á ferð og villt um fyrir sjónarvottum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×