Erlent

Saddam Hússein lætur ófriðlega í réttarsal

MYND/AP

Réttarhöldunum yfir Saddam Hússein, fyrrverandi forseta Íraks, var í frestað fram á morgun eftir viðburðarríkan dag í réttarsalnum. Saddam lét þá loks sjá sig eftir nokkurra daga fjarveru en hann virtist þó fyrst og fremst hafa mætt til að valda óskunda.

Hann kvartaði sáran yfir að vera neyddur til að mæta og hrópaði "niður með Bush og lengi lifi hin íslamska þjóð". Annar helsti ákærandinn í réttarhöldunum var dreginn inn í réttarsalinn gegn vilja sínum þar sem hann sat síðan mest allan tímann á gólfinu með bakið í dómarann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×