Innlent

Mislæg gatnamót hringvegar í Reykjavík boðin út

Væntanleg brú á gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar.
Væntanleg brú á gatnamótum Vesturlandsvegar og Suðurlandsvegar.

Umferðarhnútar í útjaðri Reykjavíkur ættu að snarminnka síðar á árinu því brátt hefjast framkvæmdir við gerð mislægra gatnamóta Suðurlandsvegar og Vesturlandsvegar. Verkinu á að ljúka fyrir 1. nóvember næstkomandi.

Gagnrýnt var að þessi gatnamót ofan Grafarvogs skyldu ekki verða mislæg þegar þau voru upphaflega gerð fyrir 12 árum. Um þau aka 40-50.000 bílar á degi hverjum og þar myndast oft umferðarhnútar á annatímum.

Áætlað er að verkið kosti um 500 milljónir króna. Samkvæmt útboðsauglýsingu felst í verkinu að byggja brú, eina akrein í hvora átt, yfir Vesturlandsveg þar sem hann tengist Suðurlandsvegi. Leggja á nýjan Suðurlandsveg að brúnni á 300 metra kafla og tilheyrandi rampa, aðreinar og fráreinar. Einnig skal gera nýja skeringu í gjánni við Suðurlandsveg.

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×