Innlent

200 milljarða króna markið rofið

Útgáfa erlendra skuldabréfa í innlendri mynt er komin yfir 200 milljarða króna markið. Það var ný útgáfa Deutsche Bank á föstudag sem rauf 200 milljarða króna markið.

Í Morgunkornum Íslandsbanka segir að kippur hafi komið í útgáfu bréfanna á nýju ári og virðist næg spurn eftir þeim á meginlandi Evrópu. Greiningardeild Íslandsbanka telur ekkert því til fyrirstöðu að útgáfa krónubréfa haldi áfram og setji áfram þrýsting á lækkun vaxta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×