Innlent

Frítt í sund í Sandgerði

Upprennandi sundgarpur.
Upprennandi sundgarpur. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Sandgerðingar geta frá og með miðvikudeginum næstkomandi synt og baðað sig að lyst, því bæjarstjórnin ákvað á síðasta fundi sínum að fella niður aðgangseyri í sundlaug bæjarins um óákveðinn tíma.

Með gjafmildinni vilja bæjaryfirvöld ýta undir sundiðkun bæjarbúa og heilsusamlegt líferni. Innan skamms mun þó sundlauginni verða lokað vegna byggingaframkvæmda því til stendur að ný sundlaug leysi þá gömlu af hólmi. Þá er eins gott að vera vel sundfær til að geta spókað sig í nýju lauginni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×