Erlent

Bandaríkjamenn útiloka ekki hernaðaraðgerðir gegn Íran

Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var gestur í umræðuþættinum "Face the Nation" á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS í gær.
Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, var gestur í umræðuþættinum "Face the Nation" á bandarísku sjónvarpsstöðinni CBS í gær. MYND/AP

Bandaríkjamenn útiloka ekki hernaðaraðgerðir gegn Íran, en munu reyna samningaviðræður fram í lengstu lög. Þetta sagði Condoleezza Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna í sjónvarpsþætti í gær.

Ljóst væri að Íranar hefðu trekk í trekk logið til um kjarnorkuáætlun landsins og ljóst væri að þeim gengi annað og meira til en að þróa orku. Íran með kjarnavopn væri alvarleg ógn við öryggi heimsins, sem yrði að stoppa af í tæka tíð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×