Innlent

Samstarf með Sjálfstæðisflokki ólíklegt

Dagur B. Eggertsson fagnar sigri með fjölskyldu og vinum.
Dagur B. Eggertsson fagnar sigri með fjölskyldu og vinum. MYND/Heiða Helgadóttir

Borgarstjóraefni Samfylkingarinnar telur að Samfylkingin og Sjálfstæðisflokkurinn eigi ekki samleið í borgarstjórn vegna málefnaágreinings. Hann telur hins vegar að gömlu R-lista flokkarnir geti unnið saman áfram.

Dagur B. Eggertsson fékk 4455 atkvæði í fyrsta sætið í prófkjöri Samfylkinarinnar um helgina en það eru fjörtíu og sjö prósent atkvæða í efsta sætið. Steinunn Valdís Óskarsdóttir sem hafnaði í örðu sæti fékk 2390 atkvæði í fyrsta sætið og Stefán Jón Hafstein sem er í þriðja sæti fékk 2285 atkvæði í fyrsta sæti. Dagur sér ekki fyrir sér samstarf með Sjálfstæðisflokknum þar sem málefnaágreiningur er of mikill. Hann telur samstarf með gömlu R-lista flokkunum líklegra.Ef horft er á fimm eftstu sæti listana sem munu bjóða fram í Reykjavík í vor er Samfylkingin með lægstan meðalaldur sem er 38,8 ár. Meðalaldur Sjálfstæðisflokksins er 44,6 ár, og meðalaldur vinstri grænna er 41,6 ár. Helst hallar á konur í Sjálfstæðisflokknum ef horft er á fimm efstu sætin en þar er aðeins ein kona. Í fimm efstu sætunum Samfylkingarinnar eru þrjár konur og tvær hjá Vinstri grænum. Ekki liggur fyrir hvert kynjahlutfallið eða meðalaldurinn verður í fyrstu fimm sætunum hjá Framsóknarflokknum og Frjálslynda flokknum þar sem ekki hefur verið raðað á listann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×