Erlent

Snjóbylur í Bandaríkjunum

Vegfarendur á Times torgi í New York.
Vegfarendur á Times torgi í New York. MYND/AP

Mörg þúsund opinberir starfsmenn á austurströnd Bandaríkjanna hafa í dag reynt hvað þeir geta til að koma borgurum til vinnu eftir mesta bylur sem sögur fara af á svæðinu. Borgaryfirvöld í New Yorkhafa meira að segja gripið til þess ráðs að ráða starfsmenn tímabundið með tíu dali á tímann til að moka burt mesta snjónum.

æst náði jafnfallinn snjór um 60 sentimetrar. Unnið er að því að koma rafmagni á hýbíli tuga þúsunda íbúa á svæðinu en rafmagn fór af fjölmörgum heimilum og fyrirtækjum.

Vindhraði náði á köflum 80 kílómetrum á klukkustund og feykti um koll fjölmörgum rafmagnsstaurum. Búið er að opna þrjá helstu flugvellina í New York en þjónustan þar er þó takmörkuð enn sem komið er.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×