Erlent

Önnur sprengjuárás á fjórum dögum

Sprengjusérfræðingar að störfum.
Sprengjusérfræðingar að störfum. MYND/AP

Að minnsta kosti sex særðust alvarlega en enginn týndi lífi þegar sprengja sprakk í stórmarkaði í Istanbúl, stærstu borg Tyrklands, í dag. Þetta er önnur sprengjuárásin þar í borg á fjórum dögum.

Yfirvöld í Istanbúl segja til greina koma að um hryðjuverk hafi verið að ræða en vilja þó ekki fullyrða neitt um slíkt. Einn lét lífið og sextán særðust þegar sprengja sprakk á netkaffihúsi á fimmtudag. Herskár hópur Kúrda lýsti þeirri árás á hendur sér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×