Fleiri fréttir

Leikfélag Akureyrar frumsýnir í nýju rými

Nýjasta sýning Leikfélags Akureyrar, Maríubjallan, verður frumsýnd á fimmtudaginn í nýju húsnæði sem Leikfélagið hefur kosið að nefna einfaldlega Rýmið. Nýja húsnæðið stendur við Hafnargötu 73 og er hrein viðbót við þá starfsemi sem Leikfélagið er þegar með í Samkomuhúsinu.

Heildarafli í janúar aðeins 1/6 af aflanum í fyrra

Heildarfiskaflinn í janúar í ár var aðeins um einn sjötti af aflanum í sama mánuði í fyrra samkvæmt bráðabirgðatölum Fiskistofu. Rúm fjörutíu þúsund tonn veiddust í síðasta mánuði og hefur janúaraflinn ekki verið minni síðan 1995 þegar hann var um 37.400 tonn. Afli dróst saman í flestum tegundum en þó munar mest um loðnuna.

Þvegið með jarðgufu í Hveragerði

Nýtt þvottahús dvalarheimilisins Áss í Hveragerði mun þvo, þurrka og strauja með jarðgufu. Þetta er mun ódýrara en ef nota ætti raforku að sögn Gísla Páls Pálssonar, framkvæmdastjóra dvalarheimilisins. Fréttin birtist á fréttavefnum sudurland.is.

Efast um að fuglaflensa verði að heimsfaraldri

Dönsk heilbrigðisyfirvöld draga í efa að fuglaflensan verða að næsta heimsfaraldri eins og Alþjóðaheilbrigðisstofnunin óttast. Þetta kemur fram í viðbragðsáætlun sem yfirvöldin hafa sent frá sér og greint er frá í Jótlandspóstinum.

Fyrsti farfuglinn kominn til landsins

Fyrsti farfuglinn í ár er kominn til landsins. Á vefnum Fuglar.is er greint frá því að súla hafi nýverið sést á Kópaskeri, en algengt er að hún komi til landsins um þetta leyti. Næst er von á sílamávi og skúm.

Flugvél Icelandair tafðist vegna ofsaveðurs í New York

Flugvél Icelandair á leið frá New York og til Keflavíkur tafðist töluvert í nótt vegna ofsaveðursins sem geisað hefur í New York síðan í gær. Vélin fór í loftið um fimm og hálfum tíma á eftir áætlun og er væntanleg hingað til lands um hádegisbil.

Létust þegar sýningarflugvél flaug á hús

Tveir létust þegar lítil sýningarflugvél flaug á hús í úthverfi Roseville í Kaliforníu í gær. Húsið er gjörónýt enda klauf vélin það nánast í tvennt auk þess sem mikill eldur blossaði upp.

Ungir síbrotamenn dæmdir á Reykjanesi

Sautján og átján ára piltar voru í morgun dæmdir af héraðsdómi Reykjaness í þriggja og tólf mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað, íkveikjur og fíkniefnaeign.

Líklega hætt við að selja Iceland Express

Sænska lágjaldaflugfélagið Fly Me hefur kaypt ráðandi hlut í í Lithuanian Airlines í Litháen, en íslenska eignarhaldsfélagið Fons á meirihluta í Fly Me. Litháíska flugfélagið rekur sjö þotur og eru starfsmenn hátt í sex hundruð.

Flughált á Kleifaheiði og Klettshálsi

Vegagerðin varar við flughálku á Kleifaheiði og Klettshálsi. Á Vestfjörðum og Norðausturlandi er hálka og hálkublettir. Þá er hálka á Austfjörðum og éljagangur á Fjarðarheiði, snjóþekja og éljagangur á Fagradal og Oddsskarði.

Ofsaveður í New York

Íbúar New York borgar eru hvattir til að halda sig sem mest innandyra í dag vegna ofsaveðurs sem geisað hefur í borginni síðan í gær. Í gærkvöldi var nærri sextíu sentímetra nýfallinn snjór í Central Park, og hafa snjóalög ekki mælst meiri í áratugi í borginni. Þá er hávaðarok og þúsundir heimila hafa verið án rafmagns undanfarinn sólarhring.

Sprengdi sig í loft upp innan um fátæka Íraka

Bið fátækra Íraka eftir matarstyrk breyttist í martröð í morgun þegar maður hlaðinn sprengiefni gekk að röðinni og sprengdi sig í loft upp. Sjö féllu og nærri fimmtíu særðust. Að sögn vitna hafði fólkið safnast saman til að sækja um vikulegan matarstyrk þegar ógæfan dundi yfir.

Dagur fékk 47 prósent atkvæða

Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi vann öruggan sigur í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og fékk 47 prósent atkvæða í fyrsta sæti. Í næstu sætum eru Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri og borgarfulltrúarnir Stefán Jón Hafstein og Björk Vilhelmsdóttir.

Ísrael fari af landakortinu fyrr en síðar

Ísrael fer af landakortinu fyrr en síðar með góðu eða illu. Þetta sagði Mahmoud Ahmedinajad, forseti Írans, á fjöldasamkomu í Teheran um helgina. Vestræn ríki yrðu að afmá það sem þau hefðu skapað fyrir sextíu árum, en ef ekki myndu Palestínumenn og fleiri sjá um það fyrir þau.

Cheney skaut veiðifélaga sinn

Varaforseti Bandaríkjanna skaut veiðifélaga sinn fyrir slysni um helgina. Dick Cheney var að veiða kornhænur ásamt félaga sínum í Texas þegar ekki vildi betur til en svo að hann skaut úr haglabyssu í andlit og brjóstkassa auðkýfingsins Harrys Whittingtons sem var með honum að veiðum.

Leituðu að báti úti fyrir Seltjarnarnesi

Umfangsmikil leit var gerð úr lofti, á sjó og með ströndum úr af norðanverðu Seltjarnarnesi og á voginum út af Ánanaustum í gærkvöldi eftir að tilkynningar bárust neyðarlínunni um að þar væri að líkindum hálfsokkinn bátur.

Ný ríkisstjórn í sjónmáli í Írak

Ný ríkisstjórn er í sjónmáli í Írak, eftir að bandalag sjía ákvað í gær að tilnefna Ibrahim al-Jaafari sem forsætisráðherra landsins. Hann hefur gegnt embættinu síðan í apríl og flest bendir til að svo verði áfram, enda kemur nærri helmingur þingmanna í Írak úr röðum bandalags sjía.

Krókódílaveiðibanni ekki aflétt

Í gruggugum fljótum og stöðuvötnum Ástralíu er ýmsan ófögnuð að finna. Krókódílar eru þar á meðal en Ástralar eru uggandi yfir hversu mikið þessum kvikindum hefur fjölgað undanfarin ár. Fyrir þremur áratugum voru krókódílaveiðar bannaðar þar sem stofninn hafði dregist svo saman en nú vilja margir Ástralar að þær verði heimilaðar á ný.

Hjólabrautir mögulega í vegalög

Vera kann að ríkið taki þátt í að koma á þéttriðnu neti hjólastíga í þéttbýlisstöðum og á milli þeirra á næstu árum geri Alþingi góðan róm að þingsályktunartillögu sem kynnt verður í vikunni

Þörfin á fjórum herþotum ekki rökstudd

Þörf Íslendinga á fjórum herþotum á Keflavíkurflugvelli rökstyðja stjórnvöld með almennri tilvísun til þess að aðrar þjóðir telji þörf á loftvörnum. Í þeirri lotu varnarmálaviðræðna sem hleypt var af stað í síðustu viku er haldið stíft við þá kröfu að Bandaríkjamenn haldi hið minnsta úti fjórum herþotum á Íslandi.

Lá í blóði sínu í rigningu og kulda

Maður á sjötugsaldri var látinn liggja í blóði sínu á bensínstöð á Selfossi eftir að hafa fengið aðsvif og skollið með höfuðið á steinkant við bensíndæluna. Enginn þeirra ökumanna sem leið átti um stöðina sá ástæðu til að koma honum til hjálpar.

Öryggisgæsla hert á Keflavíkurflugvelli

Öryggisgæslan á Keflavíkurflugvelli verður hert til muna á næstu misserum. Jóhann R. Benediktsson sýslumaður á flugvellinum segir Íslendinga þurfa að venjast því að þeir eru hluti af alþjóðlegu samfélagi.

Leggur til hækkun á gjöldum

Samkvæmt nýju frumvarpi fjármálaráðherra hækkar gjald fyrir að sækja um íslenskan ríkisborgararétt úr þrettán hundruð og fimmtíu krónum í tíu þúsund krónur. Þá þurfa landsmenn samkvæmt frumvarpinu að greiða sérstaklega fyrir að fletta Lögbirtingablaðinu á netinu.

Djöfladýrkendur vilja stofna trúfélag á Íslandi

Tveir íslenskir satanistar eða djöfladýrkendur ætla að sækja um leyfi til að stofna satanískt trúfélag hér á landi. Í kirkju satans í New York, kunnasta musteri skrattans, eru íslendingar meðal safnaðarmeðlima. Fjallað verður um satanisma í Kompási í kvöld.

Var að reykja um borð í flugvél

Lögreglan á Keflavíkurflugvelli var kölluð út að vél Icelandair við komuna frá Kaupmannahöfn um þrjú leytið í dag þar sem farþegi um borð hafði verið að reykja inn á klósetti vélarinnar. Slíkt er algjörlega bannað og liggja viðurlög við því. Lögreglan tók skýrslu vegna málsins en lögreglan segir að ekki sé um einstakt tilvik að ræða þar sem slík atvik eigi sér stað af og til.

Dagur B. Eggertsson hlaut fyrsta sætið

Prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík lauk í dag. Úrslitin eru þau að Dagur B. Eggertsson lenti í fyrsta sæti, Steinunn Valdís Óskarsdóttir í öðru og Stefán Jón Hafstein í því þriðja. Það er því ljóst að Dagur mun leiða flokkinn fyrir komandi borgarstjórnarkosningar.

Vilja viðræður um aðild að ESB

Stjórn Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík vill að hafnar verið aðildarviðræður við Evrópusambandið um aðild Íslands að sambandinu. Félagið telur að aðildarviðræður milli Íslands og Evrópusambandsins séu réttur vettvangur til að kanna hvort að það þjóni hagsmuni Íslendinga betur að vera aðilar að sambandinu heldur en að standa utan þess. Félagið vill að aðildarviðræður verði hafnar ekki síðar en á næsta kjörtímabili.

FlyMe kaupir Lithuanaian Airlines

Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe, sem meðal annars er í eigu Fons eignarhaldsfélags, hefur samið um kauprétt á öllum hlutabréfum í litháenska flugfélaginu Lithuanaian Airlines. Kaupin munu eiga sér stað í nokkrum skrefum, en fram til 30. mars fer fram áreiðanleikakönnun en að henni lokinni verður gengið í kaupin. Fons á einnig Iceland Express flugfélagið.

Rafmagn komið á aftur

Rafmagnslaust varð í hluta Kópavogs vegna háspennubilunar um tvöleytið í dag. Rafmagnslaust varð á Smiðjuvegi, Kársnesbraut og í næsta nágrenni. Rafmang er nú komið á aftur en rafmagnsleysið má rekja til háspennubilunar í Lundi í Kópavogi.

Rafmagnslaust í hluta Kópavogs

Rafmagnslaust er í hluta Kópavogs vegna háspennubilunar. Rafmagnslaust er á Smiðjuvegi, Kársnesbraut og í næsta nágrenni. Viðgerð stendur yfir en ekki er ljóst hvenær henni lýkur.

Yfir fimm þúsund hafa kosið

Alls hafa fimm þúsund og eitt hundrað kosið í prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík. Kjörstöðum verður lokað klukkan sex. Í kvöldfréttum NFS klukkan hálf sjö verður bein útsending frá Þróttarheimilinu, þar sem fyrstu niðurstöður úr talningu verða kynntar. Mjótt hefur verið á mununum í skoðanakönnunum milli þeirra þriggja sem berjast um efsta sætið, Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur borgarstjóra og borgarfulltrúanna, Dags B. Eggertssonar og Stefáns Jóns Hafstein.

Áframhaldandi skjálftavirkni út af Grímsey

Áframhaldandi jarðskjálftavirkni hefur verið út af Grímsey í nótt og í morgun. Stærsti skjálftinn frá miðnætti mældist 3,2 á richter kvarða. En skjálftavirkni hefur verið mikil á svæðinu síðustu þrjá dagana og á hátt í hundrað skjálftar hafa mælst en sá stærsti var 4,2 á richter.

Fjórir fluttir á slysadeild

Fjórir voru fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Vesturlandsvegi rétt fyrir klukkan átta í morgun. Enginn er þó alvarlega slasaður. Slysið átti sér stað fyrir ofan Grundarhverfið á Kjalarnesi en bíllinn hafnaði á hliðinni eftir veltuna. Fólkið sem er á tvítugsaldri hefur allt verið útskrifað nema einn sem verður áfram undir eftirliti lækna í dag.

Mikið um ölvunarakstur

Óvenju margir voru teknir fyrir ölvunarakstur í höfuðborginni í nótt en sjö voru teknir grunaðir um ölvun við akstur. Sama ku hafa verið uppi á teningnum nóttina þar á undan en þá voru níu teknir fyrir ölvunarakstur. Annars hefur helgin verið með rólegasta móti um land allt.

Mikil aukning á milli ára

Barnarverndarnefndum landsins bárust tæpar fimmþúsund og níuhundruð tilkynningar vegna barna á síðasta ári. Það eru um fimmtíu prósent fleiri en árið 2004. Um helmingur tilkynninga var vegna áhættuhegðunar barns, þrjátíu prósent vegna vanrækslu og sextán prósent vegna ofbeldis.

Hrottafengnar myndir af ofbeldi breskra hermanna

Myndbandsupptaka sem sýnir breska hermenn misþyrma íröskum unglingum á hrottafenginn hátt hefur vakið athygli og reiði. Breska varnarmálaráðuneytið sver af sér allar sakir og segir rannsókn á málinu þegar hafna.

Líðan Sharons óbreytt

Líðan Ariels Sharon, forsætisráðherra Ísraels, er óbreytt eftir aðgerðina sem hann gekkst undir í gær. Sharon veiktist alvarlega í gærmorgun og komu þá í ljós svo alvarlegar skemmdir á meltingarfærum hans að líf hans hékk á bláþræði. Læknar við Hadassah-sjúkrahúsið í Jerúsalem gáfu út yfirlýsingu í morgun þar sem fram kom að aðgerðin hefði heppnast vel og líðan forsætisráðherrans væri stöðug

Sameining samþykkt í Flóanum

Sameining hreppanna í austanverðum Flóanum var samþykkt í gær. Hrepparnir sem um ræðir eru Gaulverjabæjarhreppur, Hraungerðishreppur og Villingaholtshreppur og var kjörsókn var rúmlega sjötíu og eitt prósent. Tillagan var samþykkt með tæpum sjötíu prósent atkvæða. Í Hraungerðishreppi munaði þó ekki miklu en aðeins fjögur atkvæði skyldu á milli þeirra sem voru á móti sameiningu og þeirra sem voru henni hlynntir.

Þurfa að kjósa aftur

Útlit er fyrir að boða þurfi til annarrar umferðar í forsetakosningunum á Haítí þar sem enginn frambjóðendanna fékk hreinan meirihluta í fyrri umferðinni á sunnudag. Fyrstu tölur bentu til að Rene Preval, hægri hönd Jean Bernard Aristide fyrrverandi forseta, hefði unnið yfirburðasigur en þegar 72 prósent atkvæða höfðu verið talin í gær hafði hann einungis fengið 49,6 prósent þeirra.

Hvetja Dani til að yfirgefa Indónesíu

Dönsk stjórnvöld hafa hvatt Dani sem staddir eru í Indónesíu til að yfirgefa landið þegar í stað vegna "eindreginnar og yfirvofandi hættu" eins og það er orðað en mikil reiði ríkir í landinu vegna Múhameðsmyndanna umdeildu. Nokkur hundruð Dani er að finna á helstu ferðamannastöðum Indónesíu og er verið að leita leiða til að koma þeim á brott.

Bæjarstjórar í fyrstu sætum

Kristján Þór Júlíusson, bæjarstjóri á Akureyri hlaut yfirburðakosningu í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Akureyri í gær. Þá hlaut Guðmundur G. Gunnarsson, bæjarstjóri á Álftanesi, afgerandi meirihluta atkvæða í prófkjöri Sjálfstæðismanna á Álftanesi og Halldór Halldórsson, bæjarstjóri á Ísafirði fékk einnig góða kosningu.

Fuglaflensan þokast vestur

Heilbrigðisyfirvöld í þremur Evrópulöndum staðfestu í dag að flensa af H5N1-stofni hefði greinst í þarlendum fuglum. Þessi skæða sótt virðist því feta sig hægt en örugglega vestur á bóginn - og þar með hingað til lands.

Rúmlega 66 ára nýbökuð móðir

Elsta mamma í heimi hefur loks staðfestingu á nafnbót sinni. Rúmenska konan Adriana Iliescu eignaðist dótturina Maríu Elísu seint í hitteðfyrra en þá var hún 66 ára og 230 daga gömul. Starfsmenn Heimsmetabókar Guinness tóku sér hins vegar góðan tíma í að fara yfir metið og sannreyna aldur hinnar öldruðu móður áður en þeir kváðu upp úrskurð sinn.

Brjálað veður á Flateyri í gærkvöld

Mikið vonskuveður reið yfir Flateyri í gærkvöld og fór vindhraði í allt að fjörtíu og fjóra metra á sekúndu. Vöruskemma í bænum hreinlega sprakk með þeim afleiðingum að braki rigndi yfir nærliggjandi hús og bíla. Tjónið af völdum veðurofsans er talið nema tugum milljóna.

Sprengju kastað á símamarkaðinn

Stóru símafyrirtækin og fleiri ætla að bjóða nýja tegund símaþjónustu, netsíma. Póst- og fjarskiptastofnun hefur heimilað flutning símanúmera yfir í nýja kerfið. Útlit er fyrir stóraukna samkeppni og lækkandi símakostnað.

Sjá næstu 50 fréttir