Innlent

Skorað á Símann að opna aftur á Laugavegi

Höfuðstöðvar Símans í Ármúla.
Höfuðstöðvar Símans í Ármúla. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Þróunarfélag miðborgarinnar skorar á Símann að endurskoða þá ákvörðun sína að loka verslun sinni við Laugaveg. Félagið hvetur Símann til að hefja þar verslunarrekstur á ný hið fyrsta.

Stjórn félagsins samþykkti á dögunum ályktun þar sem hún harmar þessa ákvörðun Símans, en versluninni var lokað um mánaðamótin. Í ályktuninni segir að það sé stórfyrirtæki ekki sæmandi að útiloka þá fjölmörgu sem kjósi að versla í miðborg Reykajvíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×