Innlent

Breytingar á vörugjöldum til að lækka matvælaverð

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra.
Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra. MYND/Vilhelm Gunnarsson

Halldór Ásgrímsson, forsætisráðherra, boðar breytingar á vörugjöldum til að lækka matvælaverð. Hann vonast til að nefnd, sem hann skipaði til að kanna orsakir hás verðlags matvæla hérlendis, skili tillögum í haust.

Ásta Möller, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, hóf utandagskrárumræðu um á Alþingi í dag um málið. Þingmenn voru almennt sammála um að ástæður hás verðlags væru margþættar og ekki væri hægt að benda á neinn einn sökudólg.

Forsætisráðherra kvaðst sammála því að um flókið samspil að ræða og margar ástæður væru fyrir háu matvælaverði. Hann sagði marga óttast að lækkun virðisaukaskatts á matvæli myndi ekki skila sér skyldi til neytenda.

Forsætisráðherra kvaðst vonast til að nefndin skilaði tillögum í haust.Samfylkingarþingmenn gagnrýndu ríkisstjórnina hins vegar fyrir að setja málið í nefnd þegar fjölmargar skýrslur lægju fyrir um tillögur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×