Erlent

Pólska þingið verður ekki rofið

Þing verður ekki rofið og ekki verður boðað til kosninga fyrr en ella samkvæmt ákvörðun Kaczynski, Póllandsforseta, sem hann kynnti í kvöld.

Í dag var síðasta tækifæri forsetans á þessu kjörtímabili til að beita stjórnskipulegu valdi sínu og rjúfa þing.

Fjölmiðlar höfðu heimildir fyrir því að forsetinn ætlaði að leysa upp þing til að refsa þingmönnum fyrir að hafa ekki samþykkt fjárlög í síðasta mánuði.

Flokkur forsetans vann sigur í þingkosningum í spetember en tókst ekki að mynda meirihlutastjórn með frjálslyndum flokkum og sneri sér þess í stað að flokkum á hægri og vinstri jaðri pólskra stjórnmála. Það samstarf hefur gengið brösulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×