Erlent

Lagt til að búðunum við Guantanamo-flóa verði lokað

Frá Guantanamo-búðunum á Kúbu
Frá Guantanamo-búðunum á Kúbu MYND/Reuters

Rannsóknarnefnd á vegum Sameinuðu Þjóðanna leggur til að fangabúðum Bandaríkjamanna við Guantanamo-flóa á Kúbu verði lokað. Í skýrslu frá rannsakendunum, sem bandaríska dagblaðið Los Angeles Times hefur komist yfir, segir að meðferð fanganna þar stangist á við alþjóðalög og að þeir megi þola hreinar og beinar pyntingar. Skýrslan, sem hefur enn ekki verið gerð opinber, er byggð á viðtölum við fanga, fjölskyldur þeirra og lögmenn. Talsmaður Hvíta hússins gagnrýndi í gærkvöldi skýrsluna og sagði hana byggða á gróusögum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×