Erlent

Mikil flóð í Kína

Ekki er vitað um mannfall í miklum flóðum í norður og norð-vestur Kína síðustu daga.

Ofankoma á svæðinu mun hafa náð tæpum fjórtán millimetrum um miðjan laugardag og fram til kvölds í gær. Sumstaðar mun hafa ringt samfellt í fimmtán klukkustundir frá föstudegi til laugardags og hiti verið sex til tólf stigu hærri en venja er.

Auk alls þessa mun bráðnandi ís og snjór hafa átt þátt í flóðunum síðustu tvo daga. Óttast er að veður kólni á svæðinu næstu daga og þá muni ís leggja yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×