Innlent

Syntu 100-150 metra í land þegar bátur þeirra sprakk

Tveir tólf ára drengir voru hætt komnir þegar gúmmíbátur þeirra sprakk á Hvaleyrarvatni um helgina. Drengirnir náðu að synda í land þar sem móðir annars þeirra óð í vatnið á móti þeim. Drengjunum heilsast vel og þeir eru ánægðir með að vera á lífi eftir þennan hildarleik.

Félagarnir Ástvaldur Lindberg Jónsson og Styrmir Kristinsson voru á gúmmíbát út á miðju Hvaleyrarvatni þegar gat kom á bátinn. Fátt var annað í stöðunni en freista þess að synda í land en strákarnir voru ekki í björgunarvestum. Vatnið var mjög kalt og sundið erfitt en um 100-150 metrar voru í land frá þeim stað þar sem báturinn sprakk.

Styrmir var kom fyrstur í land og stöðvaði bíl en ökumaður hans hringdi eftir aðstoð. Þvínæst leið yfir hann enda þreyttur og mjög kaldur eftir sundið. Strákarnir voru fluttir á slysadeild til skoðunnar en þeir eru óðum að jafna sig. Þeir eru reynslunni ríkari eftir atvikið og eru fegnir að vera á lífi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×