Erlent

Þingkosningar í Póllandi?

MYND/AP

Flest bendi til að Kaczynski, forseti Póllands, boði til þingkosninga í ræðu sem hann heldur í kvöld. Sú ákvörðun væri viðbrögð við því að þing samþykkti ekki fjárlög stjórnar forsetans þegar greidd voru atkvæði um þau í lok janúar.

Flokkur forsetans vann sigur í kosningum í spetember en tókst ekki að mynda meirihlutastjórn með frjálslyndum flokkum og sneri sér þess í stað að flokkum á hægri og vinstri jaðri pólskra stjórnmála. Það samstarf hefur gengið brösulega.

Flokkur Kaczynski er með tryggt forskot á aðra flokka samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×