Fleiri fréttir

Fimm sóttu um Hofsprestakall

Fimm sóttu um stöðu sóknarprests í Hofsprestakalli í Múlaprófastsdæmi en umsóknarfrestur rann út í fyrradag. Þeir eru séra Brynhildur Óladóttir, Klara Hilmarsdóttir guðfræðingur, Stefán Már Gunnlaugsson guðfræðingur, Stefán Karlsson guðfræðingur og Þóra Ragnheiður Björnsdóttir guðfræðingur.

Enn stækkar Norðurál

Norðurál hefur gert samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um kaup á 70 MW viðbótarraforku fyrir álver fyrirtækisins á Grundartanga.

Fimm sóttu um

Fimm umsækjendur voru um stöðu sóknarprests í Hofsprestakalli í Múlaprófastsdæmi.

Kúrdar fagna tilnefningu Talabanis

Kúrdar í Norður-Írak þustu út á götur borgar og bæja og fögnuðu því að Jalal Talabani hefði verið valinn forseti Íraks á írakska þinginu, en hann er fyrst Kúrdinn til að gegna því embætti. Þá var lýst yfir þriggja daga hátíðahöldum í Kúrdistan, en svo nefnast héruð í norðausturhluta landsins, til þess að fagna tilnefningunni.

Nær 300 börn bíða greiningar

Samtals 266 börn eru á biðlista eftir greiningu og íhlutun hjá Greiningar- og ráðgjafarstöð ríkisins. Þetta kom fram í svari Árna Magnússonar félagsmálaráðherra við fyrirspurn Þuríðar Backman á Alþingi í gær. Rúmlega 80 þessara barna hefur beðið í meira en sex mánuði.

Komið verði á foreldrafræðslu

Nefnd sem forsætisráðherra skipaði fyrir fjórum árum til að vinna að heildstæðri stefnumótun í málefnum barna og unglinga hefur skilað af sér skýrslu sinni. Í skýrslunni eru settar fram tillögur sem talið er að koma megi í framkvæmd á næstu fimm árum, þar á meðal foreldrafræðslu. 

Óku saman í Ljósavatnsskarði

Tvennt var flutt á slysadeild eftir árekstur tveggja bíla í Ljósavatnsskarði til móts við Stóru-Tjarnir í dag. Jeppi og fólksbíll skullu saman með þeim afleiðingum að ökumaður fólksbílsins og farþegi í jeppabifreiðinni slösuðust. Fólkið var flutt á Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri til aðhlynningar en ekki er talið að það sé alvarlega slasað.

Aðgerðum í jafnréttismálum mótmælt

Atvinnurekendur í Noregi hafa mótmælt harðlega þeim áformum stjórnvalda landsins að banna starfsemi fyrirtækja sem neita að festa í sessi stefnu um að hlutfall kvenna í stjórnum þeirra verði minnst 40 prósent, innan ársins 2007. Sigrun Vaageng, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins í Noregi, hafnar því að hægt sé að skikka atvinnurekendur til þessara aðgerða með lagasetningu.

Féll þrjá metra í körfu

Vinnuslys varð í fyrirtækinu Gúmmívinnslunni á Akureyri um klukkan tvö í dag þegar maður féll rúmlega þrjá metra niður í svokallaðri mannkörfu. Að sögn lögreglunnar á Akureyri eru meiðsli mannsins enn óljós en hann var fluttur á sjúkrahús.

LSH telur engin lög brotin

Umkvörtunarefni lyfjafræðinga heyra sögunni til segir í yfirlýsingu frá forstjóra Landspítala- háskólasjúkrahúss um lyfjaþjónustu LSH. Lyfjafræðingar hafa kvartað yfir að Lyfjaþjónustunni sé stjórnað af viðskiptafræðingi.

A.m.k. 16 fórust í þyrluslysi

Í ljós hefur komið að að minnsta kosti16 manns létust þegar bandarísk CH 47 Chinook-herþyrla brotlenti í suðausturhluta Afganistans í dag. Samkvæmt fyrstu fregnum voru níu taldir af en nú hefur komið í ljós að 18 manns voru þyrlunni og er tveggja enn þá saknað. Þyrlan mun hafa lent í stormi á leið sinni úr leiðangri í suðurhluta landsins með fyrrgreindum afleiðingum.

Öryggi tryggt við Kárahnjúka

Grípa þarf til viðbótaraðgerða til að styrkja stíflurnar við Kárahnjúka ef jarðskjálftar og misgengi eiga sér stað. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði alls um 100-150 milljónir króna og er allt þá meðtalið.

Ringlulreið í Rómaborg

Algjör ringulreið ríkir í Rómaborg vegna mannfjöldans sem streymir til borgarinnar til að votta páfa sína hinstu virðingu. Öngþveiti er í umferðinni, hótel í 200 kílómetra radíus eru uppbókuð og fólk örmagnast í hundraðatali í biðröðinni fyrir utan Péturskirkjuna.

Málþing um ólöglegt vinnuafl

Starfsgreinasambandið heldur málþing um félagsleg undirboð og ólöglegt erlent vinnuafl á Selfossi um miðjan mánuðinn.

Ráðnir á lágum kjörum

Réttur var brotinn á Pólverjunum og Lettunum sem nýlega voru teknir fyrir ólögleg störf á Suðurlandi. Pólverjarnir höfðu ekki fengið krónu greidda en Lettarnir höfðu samning upp á 90 þúsund krónur, 11 stunda vinnudag sex daga vikunnar.</font /></b />

Gengur vonandi upp hjá Mjólku

Skiptar skoðanir eru um það hvort hægt sé að reka mjólkursamlag utan greiðslumarkskerfis landbúnaðarins eins og stefnt er að með mjólkursamlaginu Mjólku. Samkeppnisstaðan verður skökk vegna beingreiðslna ríkisins en á móti kemur að osturinn nýtur innflutningsverndar. Mjólka mun framleiða ost. </font /></b />

Lítið heillegt eftir bruna

Nánast ekkert heillegt var að finna í íbúðinni sem brann við Rósarima í gær. Eldurinn er talinn hafa kviknað út frá eldavélarhellu.

2000 hitaeininga hamborgari

Hamborgari úr hálfu kílói af nautahakki er líklega fágæt sjón. Mangógrill í Brekkuhúsum bíður hins vegar upp á slíka hamborgara á matseðli og ef viðskiptavinurinn getur borðað hamborgarann, með frönskum, sósu og gosi á innan við tíu mínútum er máltíðin frí.

Sprengdu upp umferðarmiðstöð

Tveir öfgamenn ruddust í morgun inn á umferðarmiðstöð í Srinagar í Indlandi, skutu í allar áttir og kveiktu í byggingunni með sjálfsmorðssprengjum. Skelfingu lostnir farþegar áttu fótum sínum fjör að launa. Árásin var þrælskipulögð og táknræn því farþegarnir voru að bíða eftir því að taka sér far með fyrstu áætlunarferðinni sem fyrirhuguð var á milli indverska og pakistanska hluta Kasmír-héraðs.

Fimm mál valda deilum á Ísafirði

Kennarar í Menntaskólanum á Ísafirði segja ekki deilt um hvort skólameistarinn hafi tekið réttmætar eða rangar ákvarðanir heldur hvernig hún hafi fylgt þeim eftir. Félag skólameistara segir Ólínu ekki hafa farið út fyrir verksvið sitt.</font /></b />

Dagskrárstjóri Skjásins til 365

Fyrrverandi dagskrárstjóri Skjás eins til rúmra fimm ára, Helgi Hermannsson, hefur verið ráðinn til starfa við erlend þróunarverkefni fyrir 365 prent- og ljósvakamiðla.

Konur þriðjungur manna á Vogi

Konur voru tæplega þriðjungur þeirra 17.512 sem höfðu innritast á meðferðarsjúkrahúsið Vog í árslok 2004. Áttatíu prósent allra sem fóru í meðferð fóru þrisvar sinnum eða sjaldnar.

Eftirlýstir öfgamenn skotnir

Liðsmenn sádi-arabískra öryggissveita skutu í gær til bana eftirlýsta hryðjuverkamenn í skotbardaga í höfuðborginni Riyadh. Þetta var fjórða daginn í röð sem til skotbardaga kom milli vopnaðra öfgamanna og öryggissveita á ólíkum stöðum í konungdæminu. Innanríkisráðuneyti Sádi-Arabíu greindi frá þessu í gær.

Talabani kjörinn Íraksforseti

Íraska þingið kaus í gær Kúrdaleiðtogann Jalal Talabani í embætti bráðabirgðaforseta landsins. Með kjörinu rétti þingið fram sáttahönd til kúrdíska minnihlutans, sem lengi var undirokaður. Jafnframt náðist áfangi að því að mynda nýja ríkisstjórn - þá fyrstu í 50 ár sem hefur lýðræðislegt umboð meirihluta Íraka til að fara með völdin í landinu.

Berlusconi upplitsdjarfur

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sat í gær á rökstólum með fulltrúum borgaraflokkanna sem aðild eiga að ríkisstjórn hans, en þeir biðu mikinn ósigur í héraðsstjórnarkosningum sem fram fóru í þrettán af tuttugu héruðum Ítalíu í byrjun vikunnar.

Dómar vændur um vændiskaup

Dómari við hæstarétt Svíþjóðar var leystur tímabundið frá störfum í gær, eftir að sænskir fjölmiðlar greindu frá því að hann væri grunaður um að hafa keypt sér þjónustu vændiskarls. Samkvæmt sænskum lögum eru kaup á vændisþjónustu refsiverð, ekki sala hennar.

Mónakófursti syrgður

Þjóðarsorg var lýst yfir í Mónakó í gær, eftir að það fréttist að Rainier fursti, sem ríkt hafði frá því árið 1949, hefði andast í fyrrinótt, 81 árs að aldri.

Páfakjör hefst 18. apríl

Tilkynnt var um það í gær að kjör arftaka Jóhannesar Páls II páfa myndi hefjast mánudaginn 18. apríl, en það mun fara fram á lokuðu þingi kardinála kirkjunnar frá öllum heimshornum. Alls 117 kardinálar, allir sem eru undir áttræðu, hafa rétt til að taka þátt í kjörinu, en að minnsta kosti einn þeirra getur ekki mætt af heilsufarsástæðum.

Mælt með takmörkun á eignaraðild

Fjölmiðlanefnd lýkur vinnu sinni eftir síðasta fund sinn í dag þar sem rætt verður um hversu lágt eigi að setja markið um leyfilegan eignarhlut í fjölmiðlum. Þverpólitísk sátt er um að hámarkseignaraðild einstaklings eða fyrirtækis í fjölmiðli með tiltekna markaðshlutdeild verði miðuð við 25 prósent. </font /></b />

Sat á barnaskýrslu í tvö ár

Forsætisráðuneytið sat á skýrslu nefndar um málefni barna og ungmenna í tvö ár. Til snarpra orðaskipa kom á Alþingi í dag og var forsætisráðherra sakaður um að ræða málefni fjölskyldunnar og barna bara fyrir kosningar og á tyllidögum. Í skýrslunni kemur meðal annars fram að ýmislegt bendi til þess að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum sé stórum útbreiddara en álitið hefur verið hingað til og að nærri fimmta hvert barn hafi orðið fyrir því.

Samstaða um takmörkun eignarhalds

Þverpólitísk samstaða er um að setja hömlur á eignarhald á fjölmiðlum. Fjölmiðlanefndin mun leggja til bann við því að nokkur geti átt meira en fjórðungs eignarhlut í fjölmiðlafyrirtæki með tiltekna markaðshlutdeild. Nefndin lýkur störfum í dag.</font />

Vill sakaruppgjöf vegna mismununar

Íslenskur kynþáttahatari krefst sakaruppgjafar þar sem Bobby Fischer er ekki refsað fyrir gyðingahatur. Hann segist ekki ætla að una því að Fischer sé hlíft í ljósi þess að hann hafi verið dæmdur fyrir ummæli sín.

Skjálftahætta meiri en talið var

Áætlað er að verja þurfi allt að 150 milljónum króna til viðbótarþéttingar og styrkingar á stíflum við Kárahnjúka þar sem jarðskjálftahætta er nú metin meiri en áður var álitið. Talið er að þar geti orðið skjálftar allt að 6,5 á Richter. Þá er búist við að vatnsþunginn sem myndast þegar hið nýja Hálslón verður fyllt í fyrsta sinn síðla næsta árs geti leitt til jarðskjálfta.

Mikil ásókn í Lambaselslóðir

Nú hafa 3893 sótt um einbýlishúsalóð í Lambaseli í Breiðholti en 994 sóttu um í dag. Barist er um 30 lóðir og voru umsækjendur í dag misbjartsýnir á að verða dregnir út.

Fyrsti forseti Kúrda í Írak

Fagnaðarlæti brutust út á meðal írakskra Kúrda í dag þegar ljóst var að Jalal Talabani yrði næsti forseti landsins. Þetta er í fyrsta sinn í sögunni sem Kúrdi gegnir þessu æðsta embætti Íraks.

Sökuð um byggðaeyðingarstefnu

Opinberum störfum við stjórnsýslu fjölgaði um tólf prósent á landsbyggðinni og um tvö prósent á höfuðborgarsvæðinu á fimm ára tímabili. Þetta kom fram í máli forsætisráðherra á Alþingi í dag þegar hann svaraði ásökunum um að ríkisstjórnin stæði fyrir byggðaeyðingarstefnu.

Menntaverðlaun veitt að vori

Skólastarf, góðir kennarar og gott kennsluefni fær verðlaun um mánaðamótin maí - júní næstkomandi en þá verða í fyrsta sinn veitt Íslensku menntaverðlaunin.

Yfir 250 í meðferð vegna kókaíns

Á síðasta ári fóru 217 í sína fyrstu meðferð vegna kókaínfíknar og 258 alls. Flestir sem fóru í fyrsta sinn eru á milli tvítugs og þrítugs eða um 120 manns.

Um 150 bíða vímuefnameðferðar

Um 150 einstaklingar eru á biðlista meðferðarsjúkrahússins á Vogi. Þórarinn Tyrfingsson segir að hver meðferð taki tíu daga og því sé biðin mánuður.

Konan sem leitað var að látin

Áslaug Edda Bergsdóttir sem lögreglan í Hafnarfirði og björgunarsveitir leituðu fannst látin í Ásfelli á tíunda tímanum í gærkvöldi.

Til Afganistan með breytta jeppa

Tíu til fimmtán íslenskir friðargæsluliðar fara til starfa í Norður-Afganistan í ágúst. Þeir taka með sér tvo eða þrjá jeppa sem breytt verður hérlendis til að nota við þær erfiðu aðstæður sem eru á þessum slóðum.

Telur sig ekki hafa mátt verja sig

Bandarískur maður sem var sakfelldur fyrir líkamsárás hefur áfrýjað dómnum og kennir afglöpum verjanda síns um að hann hafi verið sakfelldur. Það óvenjulega í málinu er að maðurinn varði sig sjálfur og hafnaði boði um löglærðan verjanda.

Deila um höfuðstöðvar SÞ

Repúblikanar deila nú um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York. Bandaríska stjórnin, sem deildi hart á Sameinuðu þjóðirnar í aðdraganda innrásarinnar í Írak, hefur nú komið henni til varnar og deilir við ríkisþingið í New York sem þykir hamla endurbótum á höfuðstöðvunum.

Páfa minnst í sálumessu

Kaþólikkar á Íslandi auk annarra gesta minntust páfa í heilagri sálumessu í dómkirkju Krists konungs í Landakoti í gær. Meðal gesta var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra.

Sjá næstu 50 fréttir