Erlent

Kúrdar fagna tilnefningu Talabanis

Kúrdar í Norður-Írak þustu út á götur borgar og bæja og fögnuðu því að Jalal Talabani hefði verið valinn forseti Íraks á írakska þinginu, en hann er fyrst Kúrdinn til að gegna því embætti. Þá var lýst yfir þriggja daga hátíðahöldum í Kúrdistan, en svo nefnast héruð í norðausturhluta landsins, til þess að fagna tilnefningunni. Kúrdar, sem eru í miklum meirihluta í norðurhluta landsins, sættu kúgunum í stjórnartíð Saddams Husseins en í kosningunum í Írak í lok janúar fengu þeir um fjórðung atkvæða og hafa ásamt sjítum unnið að því að bæta ástandið í landinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×