Innlent

Menntaverðlaun veitt að vori

Skólastarf, góðir kennarar og gott kennsluefni fær verðlaun um mánaðamótin maí - júní næstkomandi en þá verða í fyrsta sinn veitt Íslensku menntaverðlaunin. Verðlaunin eiga að vera hvatning í skólastarfi og mynda þau ásamt Íslensku bókmenntaverðlaununum og Útflutningsverðlaunum forseta Íslands þrenningu verðlauna sem forsetinn veitir ár hvert. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, segir tilganginn með verðlaununum að efla og styrkja skólastarfið og skapa þjóðarsamstöðu um góða skóla. Hann segist sannfærður um að góðir grunnskólar séu forsenda fyrir farsælli framtíð þjóðarinnar á komandi árum og þess vegna séu verðlaunin hugsuð á þann hátt að allir geti sent inn tilnefningar, þetta verði verkefni þjóðarinnar, og svo verði efnt til veglegrar hátíðar á vorin sem verði eins konar uppskeruhátíð skólastarfsins þar sem verðlaunin verði veitt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×