Innlent

LSH telur engin lög brotin

Umkvörtunarefni lyfjafræðinga heyra sögunni til segir í yfirlýsingu frá forstjóra Landspítala- háskólasjúkrahúss um lyfjaþjónustu LSH. Lyfjafræðingar hafa kvartað yfir að Lyfjaþjónustunni sé stjórnað af viðskiptafræðingi. Segir í yfirlýsingunni að kaup og sala lyfja sé óvæginn viðskiptavettvangur og því hafi skipt miklu að hafa forystu stjórnanda sem kunni sitt fag, sem í því tilliti séu viðskipti. Þá hafi stefnunefnd HÍ og LSH fallist á það stjórnunarfyrirkomulag sem nú gildi um lyfjaþjónustuna. Því hafi engin lög verið brotin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×