Erlent

Telur sig ekki hafa mátt verja sig

Bandarískur maður sem var sakfelldur fyrir líkamsárás hefur áfrýjað dómnum og kennir afglöpum verjanda síns um að hann hafi verið sakfelldur. Það óvenjulega í málinu er að maðurinn varði sig sjálfur og hafnaði boði um löglærðan verjanda. Maðurinn, Thomas P. Budnick, segir að dómarinn hefði aldrei átt að leyfa að hann verði sig sjálfur. Budnick segir ævisögu sína sanna að hann hafi ekki verið fær um það og nefndi sem dæmi að hann hefði sótt um námuréttindi á Mars og hótað að lögsækja NASA fyrir að senda geimför sín þangað í leyfisleysi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×