Fleiri fréttir

Hættulegasti kafli hringvegarins

Mikið grjóthrun hefur verið í Hvalnes- og Þvottárskriðum austan Hafnar í Hornafirði í vetur. Reynir Gunnarsson, rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn, segir brýnt að ráðast í framkvæmdir til að verja veginn en grjóthrunið hefur skapað stórhættu fyrir ökumenn og starfsmenn Vegagerðarinnar.

Neitar að vera nasisti

Draugar fortíðarinnar halda áfram að elta John Demjanjuk, 84 ára gamlan Bandaríkjamann af úkraínsku bergi brotnu. Fyrir tæpum tuttugu árum var hann framseldur til Ísraels þar sem hann var dæmdur til hengingar en yfirvöld töldu Demjanjuk vera fangavörð úr Treblinka-útrýmingarbúðunum sem gekk undir nafninu Ívan grimmi. Síðar var hann sýknaður af þeim sökum.

Sterkir eftirskjálftar á Nias-eyju

Sterkir eftirskjálftar urðu í morgun á Nias-eyju í Indónesíu í kjölfar skjálfta upp á 8,7 á Richter á mánudaginn. Að minnsta kosti þrír sterkir skjálftar mældust í morgun, sá sterkasti upp á 6,3. Ekki er þó vitað til þess að skjálftarnir hafi truflað hjálparstarf á svæðinu verulega.

Sprautulyf fundust á glámbekk

Lyfseðilsskyld verkjalyf í sprautuformi fundust á víðavangi í Innri-Njarðvík í gær. Lyfin eru algeng um borð í skipum og bátum og eru þau notuð þegar slys verða.

Myndband með rúmensku gíslunum

Al Jazeera fréttastofan birti í gær myndband af þremur rúmenskum fjölmiðlamönnum sem var rænt í Írak á mánudaginn. Á myndbandinu sést jafnframt fjórði maðurinn sem er bandarískur ríkisborgari.

Fjöldi vannærðra barna tvöfaldast

Meira en fjórðungur barna í Írak þjáist af viðvarandi vannæringu og fjöldi vannærðra barna undir fimm ára aldri hefur tvöfaldast síðan ráðist var inn í landið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Sameinuðu þjóðunum.

Öræfingar fá hæsta styrkinn

Fornleifafélag Öræfa fékk hæstu úthlutun úr fornleifasjóði í ár, um 1,1 milljón króna. Úthlutaðar voru fimm milljónir króna til tíu umsækjenda. Ragnar F. Kristjánsson, formaður Fornleifafélags Öræfa, segist mjög stoltur af styrknum enda sé félagið rekið af áhugamönnum.

Seldi nafn sitt á eBay

Bandarísk kona sem áður hét Terri heitir nú því þjála og þíða nafni, Goldenpalace.com. Konan seldi nafnið sitt fyrir tæplega milljón íslenskar krónur á uppboðsvefnum eBay. 

Leita tveggja karlmanna og konu

Tveir karlmenn og ein kona eru eftirlýst af lögreglunni í Kaupmannahöfn í tengslum við morðið á hinum 41 árs gamla leigubílstjóra, Torben Vagn Knudsen, um páskana en sundurhlutað lík hans fannst á tveimur stöðum í Kaupmannahöfn.

Hafnaði kröfunni í sjötta sinn

Hæstiréttur Bandaríkjanna hafnaði í gærkvöldi í sjötta sinn kröfu um að hefja næringargjöf til Terri Schiavo á nýjan leik. Schiavo hefur nú verið án matar og drykkjar í heila þrettán daga eftir að dómstóll í Flórída komst að þeirri niðurstöðu að hætta bæri að gefa henni næringu.

Búist við stórsigri Mugabes

Þingkosningar í Afríkuríkinu Zimbabwe hófust í morgun. Fastlega er búist við að flokkur Roberts Mugabe, forseta landsins, vinni stórsigur í kosningunum.

Bretaprins blótaði ljósmyndurum

Karl Bretaprins hafði ekki varann á sér þegar hann stillti sér upp fyrir myndatöku með sonum sínum, Vilhjálmi og Haraldi, í morgun og muldur sem synirnir áttu bara að heyra náðist á upptökutæki fréttamanns. Þar heyrist vel þegar prinsinn lýsir því yfir að hann þoli ekki svona uppákomur og svo blótar hann ljósmyndurunum og kallar þá bannsetta.

Afar afdrifaríkur árekstur

Tuttugu og sjö manns létu lífið og flytja þurfti nærri þrjú hundruð á sjúkrahús þegar flutningabíll, hlaðinn klórblöndu, lenti í árekstri á hraðbraut í austurhluta Kína í gær. Meira en tíu þúsund manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín í nágrenninu vegna hættu af völdum eiturgufu sem hefur lagst yfir svæðið.

Áfengisneysla aðaldánarorsökin

Heilbrigðisyfirvöld í smáríkinu Bútan sem er í Himalaya-fjallgarðinum hafa áhyggjur af stóraukinni áfengissýki í landinu þar sem óhófleg áfengisneysla er orðin aðaldánarorsök fullorðinna Bútanbúa. Rík hefð er fyrir áfengisdrykkju í landinu og heimabruggað hrísgrjónaáfengi er notað við nánast öll gefin tækifæri.

Fimm þjóðvarðliðar féllu

Fimm írakskir þjóðvarðliðar féllu í valinn í sjálfsmorðsárás nærri borginni Kirkuk í morgun. Þó nokkrir slösuðust í árásinni sem var gerð við eftirlitsstöð írakska hersins.

Lögreglumaður greiði skaðabætur

Lögreglumaður, sem stöðvaði bifhjól með því að aka í veg fyrir það á Ægissíðu síðastliðið vor, var dæmdur til að greiða ökumanni bifhjólsins skaðabætur í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Sundurhlutað lík finnst í Svíþjóð

Plastpoki með líkamshlutum fannst í Stokkhólmi í gær og lögregla rannsakar málið sem morð. Aðstæður minna á margan hátt á morðið í Kaupmannahöfn um páskana.

Enn finnst fólk á lífi

Enn er fólk að finnast á lífi í húsarústum á Nias-eyju á Indónesíu eftir stóra jarðskjálftann sem reið þar yfir á mánudag. Í morgun var nokkrum bjargað á lífi úr rústum húsa í stærstu borg Nias-eyja.

Fréttastjóri losaður undan rekstri

Friðrik Páll Jónsson fréttamaður hefur afsalað sér starfi afleysingafréttastjóra á fréttastofu Ríkisútvarpsins frá og með morgundeginum. Í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag segir hann m.a. að losa þurfi fréttastjóra undan rekstri.

FDLR leggur niður vopn

FDLR, uppreisnarhópur Hútúa í Rúanda, sá hinn sami og ber ábyrgð á fjöldamorðunum á Tútsum í landinu, tilkynnti í dag að hann hygðist leggja niður vopn. Samningaviðræður hafa staðið yfir í Róm á Ítalíu í tvo daga og þetta varð niðurstaðan.

Útvegaði fulltrúanum skírteini

Yfirmenn japanska fjölmiðlafyrirtækisins Mainichi hafa leyst ritstjóra ensku vefsíðu fyrirtækisins frá störfum tímabundið eftir að hann varð uppvís að því að hafa útvegað fulltrúa Bobbys Fischers fréttamannaskírteini til þess að komast á fölskum forsendum inn á öryggissvæði á Narita-flugvelli þegar Fischer var á leið til Íslands.

Starfsmenn RÚV lýstu vantrausti á útvarpsstjóra

Starfsmenn Ríkisútvarpsins lýstu í dag yfir vantrausti á Markús Örn Antonsson útvarpsstjóra vegna ráðningar Auðuns Georgs Ólafssonar í starf fréttastjóra Útvarpsins.Á fjölmennum starfsmannafundi var tillaga þessa efnis samþykkt með 93,3% atkvæða. 178 starfsmenn samþykktu tillöguna, 12 sögðu nei og einn sat hjá.

Norsk kolmunnaskip landa í Eyjum

Norsk kolmunnaskip koma nú eitt af öðru til löndunar hjá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum, frekar en að sigla helmingi lengri leið til Noregs til löndunar þar. Veiðisvæðið er nú röskar 300 sjómíður suðsuðaustur af Vestmannaeyjum, eða á Rockall-svæðinu svokallaða.

Terri Schiavo látin

Terri Schiavo er látin. Hún hafði verið án matar og drykkjar í heila þrettán daga eftir að dómstóll í Flórída komst að þeirri niðurstöðu að hætta bæri að gefa henni næringu þar sem sýnt hefði verið fram á að heilastarfsemi hennar yrði í lágmarki til æviloka.

Vöruskiptajöfnuður óhagstæður

Vöruskiptajöfnuður við útlönd var óhagstæður um 2,3 milljarða króna í febrúar en hann var hagstæður um hundrað milljónir í sama mánuði í fyrra. Jöfnuðurinn var líka óhagstæður í janúar í ár og eftir fyrstu tvo mánuði ársins var hann orðinn röskum sex milljörðum óhagstæðari en á sama tíma í fyrra.

Styrkur fyrir átta námsstefnur

Stofnun Sigurðar Nordals hefur fengið 500 þúsund króna styrk úr Norræna menningarsjóðnum til að halda átta námsstefnur í Norræna húsinu um áhrif alþjóðavæðingar á menningu.

Þegar orðrómur um kosningasvindl

Þingkosningar í Afríkuríkinu Zimbabwe hófust í morgun en þegar er talið að ekkert verði að marka úrslit kosninganna vegna víðtæks kosningasvindls Mugabes forseta.

Væn veiði við Grindavík

Það hefur verið gott fiskirí í Grindavík að undanförnu. Fimm línuskip Þorbjarnar Fiskaness hafa fiskað tæp 3400 tonn frá áramótum og fram að páskum. Segir í frétt á heimasíðu fyrirtækisins að meginuppistaða aflans hafi verið þorskur og að hann hafi verið vænn og vel haldinn.

Stjórnarnefnd NATO-þingsins fundar

Stjórnarnefnd NATO-þingsins mun halda fund hér á landi um helgina. Nefndin er skipuð formönnum landsdeilda aðildarríkjanna 26, auk formanna málefnanefnda og forsætisnefndar NATO-þingsins.

Köttur festist í fótbogagildru

Aflífa þurfti kött hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurnesja í dag eftir að hann hafði fundist illa á sig kominn fastur í fótbogagildru í Innri-Njarðvík í dag. Önnur framloppa kattarins var föst í gildrunni og ljóst að dýrið var illa brotið eftir að hafa barist um í gildrunni. Frá þessu greinir á vef Víkurfrétta.

Tólfta ríkisstjórnin á 14 árum

Nýr forsætisráðherra var í dag skipaður í Eistlandi. Hann heitir Andrus Ansip og er leiðtogi umbótasinnaðra hægri manna þar í landi. Ansip fær tvær vikur til að mynda nýja ríkisstjórn sem mun vera sú tólfta frá því Eistland fékk sjálfstæði árið 1991.

Lúta ekki boðum nýs fréttastjóra

"Hvorki fréttamenn né aðrir starfsmenn Ríkisútvarpsins líta á Auðun Georg Ólafsson sem fréttastjóra, þótt hann komi hér til starfa," sagði Broddi Broddason fréttamaður síðdegis í gær.

Aðför að lífinu

Háttsettur kardínáli í Páfagarði, Jose Saraiva Martins, segir að hvernig staðið hefði verið að máli Terris Schiavos væri „aðför að lífinu“. Terri lést á sjúkrahúsi á Flórída í dag eftir að hafa verið án matar og drykkjar í heila þrettán daga.

Vilja upplýsingar um Listahátíð

Á fundi borgarráðs Reykjavíkurborgar í dag lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokks fram fyrirspurn um kynningarfundi Listahátíðar sem haldnir hafa verið í London, New York, Berlín og Kaupmannahöfn vegna Listahátíðar í Reykjavík sem haldin verður í sumar.

Síðasti séns á morgun

Allra síðasti framtalsfrestur einstaklinga er á morgun 2. apríl. Almennur frestur til að skila skattskýrslu rann út 23. mars en þeir sem skila rafrænt gátu sótt um frest á netinu.

Gildrur nálægt mannabyggð

Aflífa þurfti kött sem fannst fastur í fótbogagildru í Innri Njarðvík, segir á fréttavef Víkurfrétta. Íbúi i Innri-Njarðvík kom að kettinum en gildran var fest á milli steina ekki langt frá mannabyggð og töluvert algengt að sjá þar börn að leik.

Vilja fleiri íslenskutíma

Ungmennum af taílenskum uppruna á aldrinum 14-19 ára gengur vel í skóla og fjölskyldulífi og blandast ágætlega íslensku samfélagi. Þeir vilja þó gjarnan fá fleiri íslenskutíma til að styrkja sig í náminu.

Kópavogur skoðar frían leikskóla

Sveitarfélögin greiða um sjötíu prósent með leikskólagöngu barna. Reykjavíkurborg hefur tilkynnt að á næstu árum verði bilið brúað. Útspil borgarinnar ýtir á umræðu um slíkt innan annarra sveitarfélaga. </font /></b />

Einn skóli fyrir öll börn

Hafnarfjarðarbær byggir sameiginlegan grunnskóla og leikskóla í Vallarhverfi. Í Hraunvallaskóla verða fjórar leikskóladeildir auk grunnskólans.

Eins og svart og hvítt

"Þetta er eins og svart og hvítt," segir Sólveig Ólafsdóttir um þingkosningarnar í Zimbabwe í gær, í samanburði við síðustu kosningar sem fram fóru í landinu árið 2002. Sólveig var upplýsingafulltrúi Rauða krossins í Harare 2001-2004.

Flugstöðin í Hong Kong sú besta

Flugstöðin í Hong Kong er sú besta í heimi samkvæmt könnun sem framkvæmd var á vegum Airport Council International árið 2004. Flugstöðin Seoul Incheon lenti í öðru sæti og flugstöðin í Singapore í því þriðja.

Beið í þrjá sólarhringa í rústunum

Norskir rústabjörgunarmenn björguðu þrettán ára dreng úr húsarústum á Nias-eyju á Indónesíu í nótt, tæpum þremur sólarhringum eftir að stóri jarðskjálftinn reið þar yfir á mánudaginn.

Brimbrettalæknar fyrstir á staðinn

Slæmt veður og erfiðar samgöngur hamla hjálparstarfi á Nias-eyju. Nú er talið að um fimm hundruð manns hafi dáið í jarðskjálftanum á sunnudaginn.

Krónan minnsta flotgengismyntin

Ummæli Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra um að gengissveiflur íslensku krónunnar hlytu að kalla á að upptaka evrunnar hérlendis yrði skoðuð hefur endurvakið umræðu um kosti og galla aðildar Íslands að evrópska myntbandalaginu. </font /></b />

Tryggði sjálfum sér sigurinn

Þingkosningar fóru fram í Zimbabwe í gær. Engin hætta er talin á öðru en að flokkur Robert Mugabe vinni stórsigur enda leikur lítill vafi á forsetinn hagræði úrslitunum sér í vil.

Sjá næstu 50 fréttir