Innlent

Góður rekstrarárangur í Firðinum

Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, telur að rekstrarárangur bæjarins 2004 hafi verið einstaklega góður. Mikil uppbygging hafi átt sér stað og íbúum hafi hvergi fjölgað meira en í Hafnarfirði á síðustu árum. "Við höfum breytt stjórnsýslunni til að ná fram aukinni hagkvæmni og vorum að fá sérstaka viðurkenningu fyrir það frá Sambandi sveitarfélaga. Síðan höfum við farið í miklar hagræðingaraðgerðir og náð fram hagræðingu upp á 600-700 milljónir á síðustu tveimur árum," segir hann.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×