Innlent

Páfa minnst í sálumessu

Kaþólikkar á Íslandi auk annarra gesta minntust páfa í heilagri sálumessu í dómkirkju Krists konungs í Landakoti í gær. Meðal gesta var Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra. Allt að milljón manns hafði í gær lagt leið sína í Péturskirkjuna þar sem lík Jóhannesar Páls II páfa stendur uppi. Endalaus biðröð pílagríma liggur að kirkjunni. Komið hefur verið upp tjaldbúðum við borgarmörkin vegna mannmergðarinnar sem streymir að. Jóhannes Páll II naut hvergi meiri hylli en í fæðingarlandi sínu Póllandi. Vinsældir hans þar eru slíkar, að pólskar ferðaskrifstofur og flugfélög eru nú í óða önn að skipuleggja aukaferðir til Rómar til að sem flestir Pólverjar geti verið við útför páfa á föstudaginn. 117 kardinálar taka þátt í kjöri á nýjum páfa síðar í mánuðinum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×