Innlent

Um 150 bíða vímuefnameðferðar

Um 150 einstaklingar eru á biðlista meðferðarsjúkrahússins á Vogi. Þórarinn Tyrfingsson segir að hver meðferð taki tíu daga og því sé biðin mánuður. Dregið hefur verið úr meðferðarstarfi Vogs og búast forsvarsmenn við því að 250 til 300 færri komist í meðferð í ár en í fyrra. Greiningar- og skyndiþjónustu sjúkrahússins sem veitt var á síðust tveimur árum hefur verið hætt. Framlag ríkisins til SÁÁ hefur verið um hálfur milljarður króna síðust þrjú ár. Rekstarkostnaðurinn hefur á sama tíma numið um 630 til um 580 milljónum króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×