Innlent

Öryggi tryggt við Kárahnjúka

Grípa þarf til viðbótaraðgerða til að styrkja stíflurnar við Kárahnjúka ef jarðskjálftar og misgengi eiga sér stað. Gert er ráð fyrir að kostnaðurinn verði alls um 100-150 milljónir króna og er allt þá meðtalið. Nýlega kom í ljós að virkt misgengi er nær Kárahnjúkum en áður var talið. Hreyfing átti sér stað í misgengissprungu í Sauðárdal fyrir 4.000 árum en áður var talið að misgengi hefði ekki hreyfst á svæðinu frá því fyrir 10.000 árum. Verið er að endurskoða hönnun á stíflunum og gera viðbótarráðstafanir til að tryggja öryggið enn frekar en hönnuðirnir telja á þessu stigi að ekki þurfi annað en takmarkaðar breytingar við stíflurnar. Þær eigi þola þetta álag án teljandi skemmda. Sigurður Arnalds, talsmaður Landsvirkjunar, segir að á næstunni verði farið yfir það hverjar raunverulegar líkur eru á því að jörð skjálfi við Kárahnjúka, hvernig líklegt sé að jörðin hegði sér, hvaða áhrif það hafi og hvernig eigi að bregðast við.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×