Erlent

Deila um höfuðstöðvar SÞ

Repúblikanar deila nú um höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York. Bandaríska stjórnin, sem deildi hart á Sameinuðu þjóðirnar í aðdraganda innrásarinnar í Írak, hefur nú komið henni til varnar og deilir við ríkisþingið í New York sem þykir hamla endurbótum á höfuðstöðvunum. Höfuðstöðvunum hefur verið illa haldið við þau fimmtíu ár sem liðin eru frá því þær voru byggðar. Nú þarf því að rýma húsið svo hægt sé að vinna að endurbótum en til að það sé hægt þarf að reisa 35 hæða bráðabirgðahöfuðstöðvar í nágrenni núverandi höfuðstöðva. Gegn þessu hefur ríkisþingið lagst.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×