Innlent

Yfir 250 í meðferð vegna kókaíns

Á síðasta ári fóru 217 í sína fyrstu meðferð vegna kókaínfíknar og 258 alls. Flestir sem fóru í fyrsta sinn eru á milli tvítugs og þrítugs eða um 120 manns. Tölur SÁÁ sýna að til ársins 1997 voru innan við tuttugu ný tilfelli á ári. Þeim fjölgaði í fjörutíu árinu á eftir og í sextíu 1999. Á aldamótaárinu fóru 140 í sína fyrstu meðferð vegna kókaínfíknar. Þórarinn Tyrfingsson yfirlæknir SÁÁ segir að von hafi verið á kókaíni allt frá árinu 1980 þegar fíkniefnið varð vinsælt í New York en líklega komi kókaínið hér í gengum Evrópumarkað. "Kókaín er samtvinnað annarri vímuefnaneyslu. Þeir sem nota kókaín eru yfirleitt skjólstæðingar sem hafa þekkt önnur vímuefni áður og margir hverjir eru búnir að vera í meðferð áður," segir Þórarinn: "Reynsla okkar er önnur en þekktist í Bandaríkjunum upp úr 1980. Þar voru nýjir kúnnar með ný efni. Hér eru gömlu kúnnarnir með nýju efnin."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×