Erlent

Sprengdu upp umferðarmiðstöð

Tveir öfgamenn ruddust í morgun inn á umferðarmiðstöð í Srinagar í Indlandi, skutu í allar áttir og kveiktu í byggingunni með sjálfsmorðssprengjum. Skelfingu lostnir farþegar áttu fótum sínum fjör að launa. Árásin var þrælskipulögð og táknræn því farþegarnir voru að bíða eftir því að taka sér far með fyrstu áætlunarferðinni sem fyrirhuguð var á milli indverska og pakistanska hluta Kasmír-héraðs. Rútuferðin er hluti af friðartilraunum á milli landanna tveggja sem hafa barist um yfirráð í Kasmír-héraði í áratugi. Þrátt fyrir þessa árás hefjast áætlunarferðirnar á morgun eins og gert hafði verið ráð fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×