Innlent

Enn stækkar Norðurál

Norðurál hefur gert samkomulag við Orkuveitu Reykjavíkur og Hitaveitu Suðurnesja um kaup á 70 MW viðbótarraforku fyrir álver fyrirtækisins á Grundartanga. Guðmundur Þóroddsson, forstjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir þessa stækkun hafa góð áhrif á atvinnulífið þar sem framkvæmdatímabil við virkjun og byggingu álvers verður framlengt til 2008 í staðinn fyrir að henni lyki árið 2006. Til að Orkuveita Reykjavíkur geti annað þessari aukningu þarf hún að sögn Guðmundar að bæta við virkjunum á Hellisheiði og er það í vinnslu núna með umhverfismati. Álframleiðsla Norðuráls nemur nú 90 þúsund tonnum á ári. Þegar var búið að ákveða stækkun verksmiðjunnar upp í 212 þúsund tonn um mitt næsta ár og enn frekari stækkun í 220 þúsund tonn á árinu 2007. Þessi samningur nú gerir Norðuráli kleyft að auka framleiðsluna í 260 þúsund tonn árlega síðla árs 2008.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×