Innlent

Málþing um ólöglegt vinnuafl

Starfsgreinasambandið heldur málþing um félagsleg undirboð og ólöglegt erlent vinnuafl á Selfossi um miðjan mánuðinn. Á málþinginu verða fulltrúar verkalýðshreyfingarinnar, embættis Skattrannsóknastjóra, Vinnumálastofnunar og Sýslumannsembættisins á Selfossi. Skúli Thoroddsen, framkvæmdastjóri Starfsgreinasambandsins, segir að farið verði yfir málið í heild sinni til að fá góða yfirsýn og geta betur kortlagt hverjir þurfa að koma að lausn þess og hvernig það verður leyst með skynsamlegum hætti.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×