Erlent

Berlusconi upplitsdjarfur

Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, sat í gær á rökstólum með fulltrúum borgaraflokkanna sem aðild eiga að ríkisstjórn hans, en þeir biðu mikinn ósigur í héraðsstjórnarkosningum sem fram fóru í þrettán af tuttugu héruðum Ítalíu í byrjun vikunnar. Úrslit kosninganna, sem urðu kunn á þriðjudag, voru á þá leið að borgaraflokkarnir töpuðu í ellefu af þeim þrettán héruðum sem kosið var í. Þessi niðurstaða er áfall fyrir stjórnina nú þegar ár er til næstu þingkosninga. Á þriðjudagskvöld kom Berlusconi óvænt fram í spjallþætti í sjónvarpi og vísaði á bug öllum afsagnarkröfum. Hann lýsti því þar yfir að sér yrði "ómögulegt" að tapa næstu þingkosningum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×