Innlent

Dagskrárstjóri Skjásins til 365

Fyrrverandi dagskrárstjóri Skjás eins til rúmra fimm ára, Helgi Hermannsson, hefur verið ráðinn til starfa við erlend þróunarverkefni fyrir 365 prent- og ljósvakamiðla. "Mitt hlutverk verður að leita fjárfestingatækifæra erlendis fyrir félagið. Hvort sem það er að kaupa fyrirtæki eða vinna á einhvern hátt með þeim," segir Helgi sem hefur störf fljótlega. Helgi segir að hann hafi viljað breyta til innan atvinnugreinarinnar: "Fjölmiðlamarkaðurinn í heiminum er að taka miklum breytingum og spennandi að takast á við það."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×