Erlent

Dómar vændur um vændiskaup

Dómari við hæstarétt Svíþjóðar var leystur tímabundið frá störfum í gær, eftir að sænskir fjölmiðlar greindu frá því að hann væri grunaður um að hafa keypt sér þjónustu vændiskarls. Sænska ríkisútvarpið sagði frá því á þriðjudag, að saksóknarar væru að rannsaka hvað hæft væri í ásökunum þess efnis að dómarinn, hvers nafn var ekki gefið upp, hefði keypt vændisþjónustu af tvítugum karlmanni. Dómarinn kvað vera á sjötugsaldri. Samkvæmt sænskum lögum eru kaup á vændisþjónustu refsiverð, ekki sala hennar. "Ásakanirnar eru hörmulegar fyrir dómstólinn og auðvitað fyrir embættismanninn sem í hlut á," sagði forseti dómstólsins, Bo Svensson, í fréttatilkynningu. Sá sem ásakanirnar beindust gegn hefði beðið um að vera leystur undan skyldustörfum tímabundið og við því hefði verið orðið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×