Erlent

A.m.k. 16 fórust í þyrluslysi

Í ljós hefur komið að að minnsta kosti 16 manns létust þegar bandarísk CH 47 Chinook-herþyrla brotlenti í suðausturhluta Afganistans í dag. Samkvæmt fyrstu fregnum voru níu taldir af en nú hefur komið í ljós að 18 manns voru þyrlunni og er tveggja enn þá saknað. Þyrlan mun hafa lent í stormi á leið sinni úr leiðangri í suðurhluta landsins með fyrrgreindum afleiðingum. Staðfest er að fjórir í þyrlunni voru bandarískir hermenn en óljóst er um þjóðerni hinna, en AP-fréttastofan hefur eftir haft er eftir afgönsku lögreglunni að hinir fjórtán hafi einnig verið Bandaríkjamenn. Þetta var mannskæðasta slys sem flugvél eða þyrla á vegum Bandaríkjahers í Afganistan hefur lent í frá því að ráðist var inn í landið síðla árs 2001.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×