Fleiri fréttir

Seladráp að hefjast í Kanada

Seladráp hefst í Kanada í lok þessa mánaðar og stendur til að drepa 32 þúsund selskópa. Seladráp er árlegur viðburður í Kanada og það sagt nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri stærð á selastofninum. Umhverfisverndarsinnar og dýravinir mótmæla því harðlega og segja drápin ómannúðleg.

Segja að Fischer verði sleppt

Bobby Fischer verður sleppt úr haldi og fær ferðafrelsi til þess að fara til Íslands, að því er kemur fram í Kyodo News, en blaðið hefur þetta eftir japanska dómsmálaráðuneytinu. Þetta hefur ekki fengist staðfest en Reuters-fréttastofan greindi frá þessu fyrir stundu.

Vorboði í Húsdýragarðinum

Þeim fjölgar óðum vorboðunum hér á landi, en í gær bar huðnan Dásemd gráflekkóttum kiðlingi í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. Þetta er fyrsti burður Dásemdar sem fæddist í garðinum vorið 2003. Faðir kiðlingsins, sem er hafur, er hafurinn Kappi.

Innanríkisráðherrann látinn fjúka

Forseti Kirgisistans, Askar Akajev, rak í nótt innanríkisráðherra sinn. Akajev varð þannig við kröfum stjórnarandstæðinga sem mótmælt hafa með látum undanfarna daga. Hann neitaði þó að verða við kröfum um að láta sjálfur af embætti. Átök þjóðernishópa í landinu hafa magnast á liðnum dögum og segja stjórnmálaskýrendur hættu á að átökin breiðist út.

Vilja funda með Wolfowitz

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna hafa áhyggjur af tilnefningu Pauls Wolfowitz sem bankastjóri Alþjóðabankans. Þeir vilja funda með honum til að fá skýringar á því hvernig hann hyggist sinna starfanum. Þetta var ein niðurstaða ráðherrafundar sem nú stendur yfir í Brussel.

Rafmagnslaust í Teigahverfi

Rafmagnslaust var í um hálftíma í morgun í Teigahverfi og nágrenni þar sem háspennutrengur í Laugardal var grafinn í sundur. Rafmagnslaust var víðast í Teigahverfi, á Sundlaugavegi, DAS-heimilinu, Klettagörðum, Vesturbrún og Viðey en nú er rafmagn komið á alls staðar nema í Viðey.

Spenna eykst vegna tilræðis

Reiði ríkir og spenna magnast í Líbanon í kjölfar sprengjutilræðis í verslunarmiðstöð skammt frá Beirút í morgun. Tveir týndu lífi og fimm særðust.

Forðuðu stórtjóni í Sundahöfn

Minnstu munaði að stórtjón yrði þegar dráttarvagn, sem átti að flytja áttatíu tonna þungan rafal frá Sundahöfn upp í virkjun Orkuveitu Reykjavíkur við Nesjavelli, gaf sig þegar verið var að draga hann um hringtorgið í Sundahöfn snemma í morgun.

Líklega kosið 5. maí í Bretlandi

Öruggt er talið að Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, blási til kosninga þar í landi 5. maí næstkomandi og að hann tilkynni þetta eftir helgi.

Næringarslanga ekki tengd aftur

Terri Schiavo deyr að líkindum innan hálfs mánaðar eftir að dómstólar tóku fyrir að næringarslanga yrði tengd við hana á ný.

Meiri þjónusta um páskana en áður

Páskahelgin sem er fram undan verður væntanlega sú síðasta sem verulega verður dregið úr þjónustu lögum samkvæmt en þó verður þjónusta á höfuðborgarsvæðinu heldur meiri nú en verið hefur.

Greip rúðubrjóta í Kópavogi

Lögreglan í Kópavogi handtók fjóra unglingspilta en tveir komust undan eftir að þeir höfðu brotið þrjár rúður í Grunnskólanum við Digranesveg. Vitað er hverjir sluppu en hópurinn er grunaður um að hafa brotið tvær rúður í sama skóla í fyrrakvöld. Þetta eru hrein og klár skemmdarverk, að sögn lögreglu, því piltarnir brutu ekki rúðurnar til að komast inn í skólann.

Bobby Fischer sleppt í kvöld

Bobby Fischer verður sleppt úr haldi klukkan níu að japönskum tíma í fyrramálið, eða á miðnætti að íslenskum tíma í kvöld, og fær þá ferðafrelsi til þess að fara til Íslands. Fulltrúar japanska útlendingaeftirlitsins og dómsmálaráðuneytisins staðfestu þetta við lögmenn Fischers í morgun.

Færðu íbúum Hrafnistu páskaegg

Eimskip gladdi heimilisfólk Hrafnistu rétt fyrir hádegi með því að færa því um átta hundruð páskaegg að gjöf, í tilefni af páskunum. Eimskip vildi með þessum hætti þakka þá frábæru umönnun sem mikill fjöldi fyrrverandi sjómanna félagsins hefur notið á Hrafnistu um áratugaskeið.

Sakfelldur fyrir fjölda smábrota

Héraðsdómur Reykjaness dæmdi rúmlega tvítugan mann í þriggja mánaða fangelsi í morgun fyrir brot gegn almennum hegningarlögum og lögum um ávana-og fíkniefni. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa í mars í fyrra haft í vörslu í bakpoka sínum 0,18 grömm af amfetamíni, sem lögreglan fann við leit eftir að hafa stöðvað bifreð sem hann var farþegi í.

Drápu 84 uppreisnarmenn

Írakskir og bandarískir hermenn drápu 84 uppreisnarmenn í árás á þjálfunarbúðir norður af Bagdad í gær. Frá þessu greindi innanríkisráðuneyti Íraks í dag. Margir þeirra sé féllu voru af erlendum uppruna, þar á meðal Sýrlendingar, Sádar auk Súdana, Alsíringa og Marokkóa. Bandarískar herþyrlur voru notaðar í bardaganum sem stóð í nokkrar klukkustundir.

Segir vanda Bandaríkjanna leystan

Takk Ísland, þið megið eiga Fischer, segir í fyrirsögn á vefútgáfu bandaríska blaðsins <em>Rocky Mountain News</em>. Þar segir að Íslendingum hafi nú fjölgað um einn og það sé vandræðaskákmaðurinn og gyðingahatarinn Bobby Fischer. Segir í grein blaðsins að þar með sé búið að leysa vanda Japans og það kunni að leysa vanda Bandaríkjanna að hann fari til Íslands.

Segir leikskóla ekki gjaldfrjálsa

Frjálshyggjufélagið segir áform borgarstjóra um að bjóða upp á gjaldfrjálsan leikskóla innan ársins 2008 einungis millifærslu á fjármunum í gegnum skatta frá þeim sem ekki nýti sér þjónustuna til þeirra sem nýti hana. Í ályktun, sem félagið sendi frá sér í dag, segir að þjónustan sé ekki gjaldfrjáls og með því að bjóða upp á ókeypis leikskóla í borginni sé verið að mismuna þeim sem ekki geti eða vilji eignast börn og hinum sem vilji það og geti.

Gripin með marmara á Akrópólishæð

Sextán ára kanadísk stúlka hefur verið ákærð fyrir þjófnað í Grikklandi, en hún reyndi að stela marmarabút á Akrópólishæð í Aþenu þar sem er að finna einhverjar merkustu fornleifar í heimi. Stúlkan var í skólaferðalagi með 34 öðrum kanadískum táningum þegar hún var tekin föst, en öryggisvörður við Akrópólishæð sá til stúlkunnar þegar hún reyndi að stela marmaranum og gerði lögreglu viðvart.

Fischer er næst frægastur

Heimsfrægum Íslendingum fjölgaði um einn þegar Bobby Fischer fékk íslenskan ríkisborgararétt á mánudag. Skákáhugamenn um víða veröld þekkja vitaskuld sögu Fischers og snilli hans við taflborðið en orðspor Bjarkar Guðmundsdóttur hefur farið víðar.

Sagður hafa mútað lögmanni

Saksóknari í Mílanó á Ítalíu rannsakar nú ásakanir á hendur Silvio Berlusconi, forsætisráðherra landsins, um að hann hafi mútað breskum lögmanni fyrir að þegja um viðskipti sín við fjölmiðlaveldi Berlusconis.

Sæmi og Fischer koma í kvöld

Sæmundur Pálsson, Sæmi rokk, fer í dag til Danmerkur að sækja vin sinn, skákmeistarann Bobby Fischer. Þeir hittast í Danmörku og fljúga saman til Íslands. Þeir ættu að lenda hér á landi í kvöld.

Gott fólk í eftirlitinu

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að sérþjálfaðir eftirlitsmenn sinni gæðaeftirliti fyrir æðarbændur. Auðlindin sé takmörkuð og magnið lítið og því hafi hann lagt fram frumvarp.

Starfsmönnum hótað

Skýrslur um starfsemi Íslendings og þriggja Pólverja, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði fyrir of hraðan akstur á þriðjudag, eru komnar til Útlendingaeftirlits og Vinnumálastofnunar.

Fær ekki flytja út dún til vinnslu

Jón Sveinsson iðnrekandi vill flytja út íslenskan æðardún til vinnslu í Lettlandi í sumar en komið er í veg fyrir það í nýju frumvarpi landbúnaðarráðherra. Jón telur hagsmunaárekstra hafa verið við undirbúning frumvarpsins.

Sendi ekki veik börn úr landi

Rauði kross Svíþjóðar og samtökin Save the Children hafa hvatt sænsk yfirvöld til þess að hætta við að vísa úr landi 150 börnum sem sótt hafa um hæli og þjást af dularfullum sjúkdómi sem lýsir sér í því að þau hafa engan lífsvilja. Börnin sem komu með foreldrum sínum frá Miðausturlöndum, Balkanskaganum og lýðveldum Sovétríkjanna sálugu neita algerlega að hreyfa sig, tala og nærast og hafa þau fengið næringu í æð.

Erlend karfaskip á Reykjaneshrygg

TF-SYN, flugvél Landhelgisgæslunnar, fór í eftirlitsflug yfir karfamiðin á Reykjaneshrygg í dag. Að sögn Páls Geirdal, yfirstýrimanns á vélinni, voru tvö erlend skip að veiðum á miðunum, annað skipið frá Litháen og hitt frá Portúgal. Búist er við að skipununum fjölgi talsvert á næstunni.

Götum lokað vegna framkvæmda

Nokkrum götum í Reykjavík verður lokað strax eftir páska vegna framkvæmda, annars vegar við Hringbraut og hins vegar við Hlemm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar.

Slitu viðræðum við Írana

Þrjár valdamestu þjóðirnar innan Evrópusambandsins slitu í dag viðræðum við Írana, en þeim tókst ekki að fá þá til að hverfa frá kjarnorkuáætlun sinni. Bretland, Þýskaland og Frakkland hafa frá því í desember rætt það við Írana að þeir hættti algjörlega við að auðga úran til framleiðslu kjarnorkueldsneytis gegn efnahagsaðstoð, en óttast er að þeir hyggist koma sér upp kjarnorkuvopnum.

Fengu eins mánaðar fangelsi

Þrír Pólverjar, sem teknir voru í gær á Suðurlandi þar sem þeir voru í vinnu á tilskilinna atvinnuréttinda, voru í dag dæmdir í eins mánaðar fangelsi sem er skilorðsbundið til tveggja ára í Héraðsdómi Suðurlands.

Lést í umferðarslysi við Dalvík

Piltur á nítjánda ári lést þegar bifreið sem hann ók fór fram af hömrum skammt sunnan við Rauðuvík, milli Dalvíkur og Akureyrar. Lögreglu var gert viðvart seinni partinn í dag en ekki er vitað hvenær slysið varð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Dalvík steyptist bíllinn ofan í fjöru. Vegrið eru á vegarkaflanum en þó ekki í allri beygjunni.

Síðasta græna svæðið

"Ég er óhress með að eyðileggja eigi eina græna svæðið sem er eftir hér," segir Jóhann Helgason, íbúi við Miðtún sem hefur búið þar í áratug. Hann er ósáttur við að rífa á fimleikahús Ármanns, en þar eiga að rísa fjölbýlishús.

Akureyri og Ísafjörður vinsælast

Fjöldi Íslendinga ætlar að leggja land undir fót nú um páskana. Samkvæmt upplýsingum frá Flugfélagi Íslands eru vinsælustu viðkomustaðir í innanlandsflugi Ísafjörður og Akureyri, en þar hefur aukaferðum verið bætt við reglubundið flug. Einnig er vel bókað á Egilsstaði. 

Smárúta valt á Sólheimasandi

Sjö svissneskir ferðamenn slösuðust, en allir lítils háttar, þegar smárúta valt á hliðina og hafnaði í skurði á Sólheimasandi í dag. Að sögn lögreglunnar í Vík í Mýrdal voru alls tólf manns í rútunni en bílstjórinn ásamt fjórum ferðamönnum sluppu án meiðsla. Rútan, sem er af gerðinni Ford Econline, var á þjóðvegi númer eitt, hringveginum, þegar skyndilega hvellsprakk á öðru framhjólinu.

Staðið við fyrri ályktanir

Fréttamenn Ríkisútvarps, Sjónvarps og íþróttafréttamenn Ríkisútvarpsins funduðu í hádeginu í gær ásamt tæknimannahóp til að ræða ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Hann á að taka til starfa 1. apríl.

Ósætti um framtíð leikskóla

Meirihlutasamstarfi Framsóknarmanna og Sjálfstæðismanna í bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar var slitið í gær, eftir ellefu ára samstarf, þegar upp kom ósætti um framtíð leikskóla sveitarfélagsins. Nýr meirihluti hefur ekki verið myndaður. 

Fangar óttast pyntingar

Herréttarhöld eru hafin yfir nokkrum fanganna í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu. Það vekur vonir um að fleiri verði látnir lausir þaðan en að sama skapi er óttast menn um að fangarnir verði seldir í hendur ríkisstjórna sem gætu beitt þá pyntingum.

Blettur í laki líkist Maríu mey

Blettur í laki getur ekki verið tilefni til fréttar - nema í þessu tilviki. Góðhjartaður Ástrali gaf meðal annars rúmlak á fatalager góðgerðasamtaka þar í landi. Blettur í lakinu vakti þar mikla athygli þar sem hann þótti líkjast Maríu mey. Prestur sem var kallaður á staðinn var fullur efasemda og taldi ekki að um kraftaverk væri að ræða.

Ólgan vex í Kirgisistan

Spenna vex enn í Kirgisistan. Stjórnarandstæðingar ráða lögum og lofum í nokkrum bæjum í suðurhluta landsins og virðast þeir heldur vera að sækja í sig veðrið.

Schiavo enn án næringar

Áfrýjunardómstóll í Atlanta í Georgíuríki hafnaði í gær beiðni foreldra Terri Schiavo um að fyrirskipa að henni yrði gefin næring á nýjan leik.

Sprengt í Beirút

Þrír fórust í öflugri sprengjutilræði í Beirút í gærmorgun. Sprengingin varð í hverfi sem er einkum byggt kristnum mönnum en þeir hafa verið í fylkingarbrjósti mótmælenda gegn sýrlenskum hersveitum að undanförnu.

Áttatíu uppreisnarmönnum banað

Bandarískar og íraskar hersveitir réðust til atlögu við íraska uppreisnarmenn í fyrradag og lyktaði þeim átökum með að 80 skæruliðar lágu í valnum.

Margt býr í andlitinu

Þorri kvenna kýs menn með mjúka andlitsdrætti enda segir náttúran að þeir séu betri uppalendur. Fáir kjósa sér rekkjunauta sem líkjast þeim sjálfum enda gæti slíkt leitt af sér úrkynjun.

Áratuga málarekstur

Draugar fortíðarinnar halda áfram að elta John Demjanjuk, 84 ára gamlan Bandaríkjamann af úkraínsku bergi brotnu.

Sjá næstu 50 fréttir