Fleiri fréttir Fjöldi umsókna um bætiefni Á annan tug umsókna um leyfi til að setja bætiefni í matvæli hafa borist Umhverfisstofnun eftir að dreifingu Ölgerðarinnar á vítamínbættum Kristal plús var stöðvuð í janúar. Allt árið í fyrra bárust aðeins þrjár umsóknir. 23.3.2005 00:01 21 prósenta launahækkun Starfsmenn og eigendur Íslenska járnblendifélagsins hafa samþykkt kjarasamning sín á milli. Samkvæmt samningnum fá starfsmenn félagsins um 21 prósenta launahækkun á samningstímanum. 23.3.2005 00:01 Risaborarnir í vandræðum Risaborarnir þrír við Kárahnjúka eru nú ýmist stopp eða í hægagangi vegna vatnsleka og erfiðra jarðlaga. Þrátt fyrir afar þröngan tímaramma segja Landsvirkjunarmenn þó ekkert benda til annars en að virkjunin verði tilbúin á tilsettum tíma. 23.3.2005 00:01 Lýtaaðgerð fyrir þúsund árum Íslenskum konum virðist hafa verið eins umhugað um útlitið fyrir þúsund árum og nú. Fyrsta tannviðgerðin sem vitað er um að gerð hafi verið hér á landi var útlitsbætandi aðgerð. Leiða má líkur að því að hún hafi verið sársaukafyllri en nokkuð það sem núlifandi Íslendingar upplifa í stólnum hjá tannlækninum. 23.3.2005 00:01 Íbúum fækkar þrátt fyrir göng Íbúum Ólafsfjarðar og Ísafjarðarbæjar heldur stöðugt áfram að fækka þrátt fyrir að göng hafi verið gerð og samgöngur bættar. Stjórnmálamenn hafa haldið því fram að bættar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðir landsins en tölfræðin sýnir annað. 23.3.2005 00:01 Staða borgarsjóðs breytist hratt R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni. 23.3.2005 00:01 Straumur frá landinu fyrir páskana Tæplega fimmtán prósentum fleiri fara til útlanda um páskana nú en í fyrra að sögn framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Straumurinn er mestur til sólarlanda við Miðjarðarhafið og Bandaríkjanna. Um Reykjavíkurflugvöll er nánast einstefna frá Reykjavík og eru flestir á leið til Ísafjarðar og Akureyrar. 23.3.2005 00:01 Vorboðar víða um borg Nú er lóan komin og einnig fyrsti vorboðinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem huðnan Dásemd bar kiðlingi. 23.3.2005 00:01 Rúta lenti úti í skurði Hópbifreið með tólf manns innanborðs fór út af þjóðveginum í gær, um 15 kílómetra vestur af Vík í Mýrdal, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vík í Mýrdal. 23.3.2005 00:01 Maður lést í bílslysi Ungur ökumaður á nítjánda ári lést í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi í gær. Slysið varð skammt sunnan við bæinn Rauðuvík í Rauðuvíkurbrekkum. Bíllinn fór fram af háum bakka og lent í stórgrýti í flæðarmálinu. 23.3.2005 00:01 Háspennustrengur í sundur Háspennustrengur var grafinn í sundur í Laugardal um ellefuleytið í gær. Rafmagnslaust varð víðast hvar í Teigahverfi, á Sundlaugaveg, DAS-heimilinu, Klettagörðum, Vesturbrún og Viðey. Gert var við strenginn á skömmum tíma og var komið á rafmagn alls staðar nema í Viðey um hádegi. 23.3.2005 00:01 Milt og hlýtt um páskana Ekkert páskahret er í kortum veðurfræðinga yfir páskana en gert er ráð fyrir mildu og tiltölulega góðu veðri á landinu öllu fram á þriðjudag. 23.3.2005 00:01 Ákæra þingfest vegna smyglara Brasilíska konan sem handtekin var í Leifsstöð rétt fyrir jól með rúm 800 grömm af kókaíni og á annað þúsund skammta af LSD gistir fangageymslur fram í miðjan apríl. Ákæra á hendur henni var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag. 23.3.2005 00:01 Börn reykjandi mæðra vitgrennri Börn mæðra sem reykja á meðgöngu verða á fullorðinsárum ekki eins greind og börn mæðra sem ekki reykja. Þetta er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar. 23.3.2005 00:01 Lögreglan ekki beðin um aðstoð Enn hefur engin formleg beiðni um aðstoð borist hingað til lands frá þýskum lögregluyfirvöldum um aðstoð við rannsókn máls þeirra tveggja skipverja á Hauki ÍS sem handteknir voru í Bremerhaven með mikið magn fíkniefna í fórum sínum. 23.3.2005 00:01 Konunglegur lögskilnaður Jóakim Danaprins og Alexandra prinsessa hafa nú sótt um formlegan skilnað, réttu hálfu ári eftir að tilkynnt var að þau væru skilin að borði og sæng. 23.3.2005 00:01 Havaxtarhvetjandi aðgerðir í ESB Leiðtogar Evrópusambandsins luku í gær tveggja daga vorfundi sínum í Brussel með samþykkt um breytingar á svonefndum stöðugleikasáttmála Efnahags- og myntbandalagsins. Breytingunum var fagnað sem tímabæru tæki til vinna gegn niðursveiflunni í efnahagslífi kjarnaríkja evru-svæðisins. Áform um samkeppni í þjónustugeiranum voru útvötnuð að hluta. 23.3.2005 00:01 Skyldaðir í þýskunám Útlendingum, sem ekki hafa þýsku að móðurmáli, kann að verða gert að taka 300 þýskukennslutíma til að uppfylla skilyrði fyrir varanlegu dvalarleyfi í Austurríki. Kveðið er á um þetta í stjórnarfrumvarpi sem er til umfjöllunar á austurríska þinginu. </font /> 23.3.2005 00:01 Í verkfalli í þrettán ár Verkamenn í valhnetuvinnslu í Kaliforníu hafa ákveðið að binda enda á verkfall sem staðið hafði í þrettán og hálft ár. Meðlimir verkalýðsfélagsins lögðu niður störf verksmiðjuna í september 1991 vegna kjaradeilu. Nú hafa þeir loks samþykkt nýjan fimm ára kjarasamning. Flestir eru þeir þó fyrir löngu búnir að ráða sig annað. 23.3.2005 00:01 Japanar munu íhuga lausn Fischers Japanar munu íhuga að senda Bobby Fischer til Íslands ef þeim berst staðfesting á því að honum hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, í morgun. 22.3.2005 00:01 Gekk berserksgang í menntaskóla Níu manns liggja í valnum eftir að bandarískur menntaskólanemi gekk berserksgang og skaut á hvað sem fyrir varð í menntaskólanum sínum. 22.3.2005 00:01 Hóta árásum á kirkjur Óþekktur hópur sem lýst hefur yfir ábyrgð á sprengjuárás í smáríkinu Katar við Persaflóa sl. helgi hefur hótað frekari árásum. Í yfirlýsingu frá samtökunum sem birtist á vefsíðu í gær segir að fyrir dyrum standi árásir á kirkjur og aðra samkomustaði í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Ítalíu. 22.3.2005 00:01 Siglingaleiðin fyrir Horn greiðfær Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin greiðfær þótt sjófarendur geti enn átt von á að sjá þar staka jaka. Ísinn er þó sumstaðar enn inni á vogum og víkum en hann bráðnar nú ört. 22.3.2005 00:01 Hafa aukið við kjarnorkuvopnabúrið Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðust í gær hafa aukið verulega við kjarnorkuvopnabúr sitt undanfarið vegna óvinveittra skilaboða víða að. Þá sagði einnig í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sem send var út í gær að fyrir dyrum stæði að gera allan herafla landsins kláran, ef ske kynni að óvinir landsins færu að sýna tilburði til innrásar. 22.3.2005 00:01 Flugfreyja fékk höfuðhögg Breiðþota franska flugfélagsins Air France lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi með slasaða flugfreyju sem hafði fengið höfuðhögg um borð í vélinni. Breiðþotan var á leið frá Frakklandi til Bandaríkjanna og voru 440 farþegar um borð. 22.3.2005 00:01 Heimdallur vill afnema fyrningu Stjórn Heimdallar styður frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um að kynferðisbrot sem framið er gegn barni yngra en 14 ára fyrnist ekki. 22.3.2005 00:01 Dómarinn gefur ekkert upp Dómari í máli Terri Schiavo, heilasködduðu bandarísku konunnar sem hatrammar deilur standa nú um, gefur engar upplýsingar um það hvenær hann úrskurðar í málinu. Næringagjöf Schiavo var hætt á föstudaginn í síðustu viku og hún hefur hvorki fengið vott né þurrt síðan. 22.3.2005 00:01 Hæstiréttur staðfesti dóminn Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Austurlands um að Fjarðabyggð og verktakafyrirtækið Arnarfell skuli greiða húseigenda í Neskaupstað eina og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna sprungna sem urðu í steinsteypu í húsi hans þegar verið var sð sprengja í hlíðinni fyrir ofan það vegna byggingar snjóflóðavarna. 22.3.2005 00:01 Jógúrt við andfýlu Ef andfýlan er að drepa alla í kringum þig þá er hjálpin nær en margur heldur. Vísindamenn segja nú að hrein, sykurlaus jógúrt komi í veg fyrir bæði andfýlu, tannskemmdir og tannholdssjúkdóma. 22.3.2005 00:01 Sogaðist inn í kjötkvörn Norskur pylsugerðarmaður sogaðist inn í kjötkvörn í gær og lést samstundis. Samstarfsfólk mannsins fékk taugaáfall og varð að leita sér læknisfræðilegrar aðstoðar. Lögreglan í Ósló hefur ákveðið að fresta yfirheyrslum þar til eftir páska. 22.3.2005 00:01 Fischer strax á launaskrá? Flest bendir til þess að Bobby Fischer komist strax á launaskrá hjá hinu opinbera, ef hann kemur hingað til lands, því hann á rétt á launum sem svara menntaskólakennaralaunum þar sem hann verður íslenskur stórmeistari í skák. 22.3.2005 00:01 Jepparnir komnir niður á láglendi Björgunarsveitarmenn eru búnir að koma tveimur jeppum, sem þrjú ungmenni festu uppi á hálendi í gær og leit var gerð að, niður á láglendi en ungmennin fundust heil á húfi í gærkvöldi. 22.3.2005 00:01 Undrandi á endurkomu Hallgríms Íslenskir friðargæsluliðar sem störfuðu undir Hallgrími Sigurðssyni á Kabúlflugvelli í Afganistan segjast undrandi á því að hann sé aftur kominn til starfa við flugvöllinn, nú á vegum Flugmálastjórnar. 22.3.2005 00:01 18 mánuðir fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur dæmdi í gær mann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem áttu sér stað þegar önnur þeirra var átta til tíu ára og hin þrettán til fjórtán ára. Brot mannsins gegn annarri stúlkunni voru hins vegar talin fyrnd. 22.3.2005 00:01 Yfir 260 umsóknir hafa borist Yfir 260 umsóknir um einbýlishúsalóðir í Lambaseli höfðu borist framkvæmdasviði borgarinnar á hádegi en þrjátíu lóðir eru í boði. Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja prófa þessa úthlutunarleið en honum hugnist betur útboðsleiðin. 22.3.2005 00:01 Lóan er komin Lóan er komin og var það breskur fuglafræðingur og áhugamaður sem sá þrjár heiðlóur vestur í Gróttu á Seltjarnarnesi í gær. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði, segist vita deili á Bretanum og treysta honum fyllilega. 22.3.2005 00:01 244 kærur til Landlæknis Alls bárust 244 kærur og kvartanir til Landlæknisembættisins árið 2004 og er það nokkuð meira en undanfarin ár. Tilefni flestra kvartana eða kæra var vegna ófullnægjandi eða rangrar greiningar, meðferðar eða eftirlits en alls bárust 113 slíkar kærur. 22.3.2005 00:01 Ísafjörður og Akureyri vinsæl Ísafjörður og Akureyri eru vinsælustu áfangastaðirnir um páskana. Á báðum stöðum verður hægt að fara á skíði og skipulögð dagskrá verður í boði. 22.3.2005 00:01 10 mánaða fangelsi fyrir fjársvik Karl og kona voru í Hæstarétti í gær dæmd í tíu mánaða fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals og fjárdrátt í viðskiptum með bíla en þau ráku bílasöluna Evrópu á árunum 2000 og 2001. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms yfir fólkinu þar sem konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi og karlinn í sex mánaða fangelsi, bæði skilorðsbundið. 22.3.2005 00:01 Framleiða friðsamlega kjarnorku Íranar eru staðráðnir að halda áfram framleiðslu sinni á „friðsamlegri“ kjarnorku, eins og yfirmaður innan írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar orðaði það í dag. 22.3.2005 00:01 Flugfreyjan útskrifuð Flugfreyjan sem slasaðist um borð í frönsku farþegaþotunni sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Flugfreyjan fékk slæmt högg á höfuðið þegar hún rakst á hurð í eldhúsi flugvélarinnar við flugtak í Frakklandi en vélin var á leið frá París til New York. 22.3.2005 00:01 Undirbúa málsókn gegn ríkinu Félag eigenda sjávarjarða undirbýr nú málshöfðun gegn ríkinu vegna útróðraréttar sem þeir hafa haft frá landnámi. Með lögunum um stjórn fiskveiða var komið í veg fyrir að jarðirnar hafi getað nýtt sér réttinn til sjósókna frá einkajörðum sínum. 22.3.2005 00:01 Rússnesk herþyrla hrapaði Sex eru taldir af eftir að rússnesk herþyrla hrapaði í Tsjetsjeníu í dag. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði en tsjetsjenskir skæruliðar hafa skotið niður nokkrar þyrlur á flugi yfir sjálfsstjórnarhéraðinu í gegnum tíðina. 22.3.2005 00:01 Greiði bætur upp á 3 milljónir Alþjóða líftryggingafélagið hf. var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða konu tæpar þrjár milljónir króna vegna sjúkratryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu. Konan höfðaði málið þegar henni var neitað um greiðslu út á sjúkratrygginguna. 22.3.2005 00:01 Fyrstu samningar sinnar tegundar Sjómannafélag Eyjafjarðar og Félag skipstjórnarmanna hafa samið við áhafnir þriggja ísfisktogara Samherja á Akureyri um hafnarfrí. Samningarnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. 22.3.2005 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Fjöldi umsókna um bætiefni Á annan tug umsókna um leyfi til að setja bætiefni í matvæli hafa borist Umhverfisstofnun eftir að dreifingu Ölgerðarinnar á vítamínbættum Kristal plús var stöðvuð í janúar. Allt árið í fyrra bárust aðeins þrjár umsóknir. 23.3.2005 00:01
21 prósenta launahækkun Starfsmenn og eigendur Íslenska járnblendifélagsins hafa samþykkt kjarasamning sín á milli. Samkvæmt samningnum fá starfsmenn félagsins um 21 prósenta launahækkun á samningstímanum. 23.3.2005 00:01
Risaborarnir í vandræðum Risaborarnir þrír við Kárahnjúka eru nú ýmist stopp eða í hægagangi vegna vatnsleka og erfiðra jarðlaga. Þrátt fyrir afar þröngan tímaramma segja Landsvirkjunarmenn þó ekkert benda til annars en að virkjunin verði tilbúin á tilsettum tíma. 23.3.2005 00:01
Lýtaaðgerð fyrir þúsund árum Íslenskum konum virðist hafa verið eins umhugað um útlitið fyrir þúsund árum og nú. Fyrsta tannviðgerðin sem vitað er um að gerð hafi verið hér á landi var útlitsbætandi aðgerð. Leiða má líkur að því að hún hafi verið sársaukafyllri en nokkuð það sem núlifandi Íslendingar upplifa í stólnum hjá tannlækninum. 23.3.2005 00:01
Íbúum fækkar þrátt fyrir göng Íbúum Ólafsfjarðar og Ísafjarðarbæjar heldur stöðugt áfram að fækka þrátt fyrir að göng hafi verið gerð og samgöngur bættar. Stjórnmálamenn hafa haldið því fram að bættar samgöngur skipti sköpum fyrir byggðir landsins en tölfræðin sýnir annað. 23.3.2005 00:01
Staða borgarsjóðs breytist hratt R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni. 23.3.2005 00:01
Straumur frá landinu fyrir páskana Tæplega fimmtán prósentum fleiri fara til útlanda um páskana nú en í fyrra að sögn framkvæmdastjóra Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar. Straumurinn er mestur til sólarlanda við Miðjarðarhafið og Bandaríkjanna. Um Reykjavíkurflugvöll er nánast einstefna frá Reykjavík og eru flestir á leið til Ísafjarðar og Akureyrar. 23.3.2005 00:01
Vorboðar víða um borg Nú er lóan komin og einnig fyrsti vorboðinn í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum þar sem huðnan Dásemd bar kiðlingi. 23.3.2005 00:01
Rúta lenti úti í skurði Hópbifreið með tólf manns innanborðs fór út af þjóðveginum í gær, um 15 kílómetra vestur af Vík í Mýrdal, samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Vík í Mýrdal. 23.3.2005 00:01
Maður lést í bílslysi Ungur ökumaður á nítjánda ári lést í umferðarslysi á Ólafsfjarðarvegi í gær. Slysið varð skammt sunnan við bæinn Rauðuvík í Rauðuvíkurbrekkum. Bíllinn fór fram af háum bakka og lent í stórgrýti í flæðarmálinu. 23.3.2005 00:01
Háspennustrengur í sundur Háspennustrengur var grafinn í sundur í Laugardal um ellefuleytið í gær. Rafmagnslaust varð víðast hvar í Teigahverfi, á Sundlaugaveg, DAS-heimilinu, Klettagörðum, Vesturbrún og Viðey. Gert var við strenginn á skömmum tíma og var komið á rafmagn alls staðar nema í Viðey um hádegi. 23.3.2005 00:01
Milt og hlýtt um páskana Ekkert páskahret er í kortum veðurfræðinga yfir páskana en gert er ráð fyrir mildu og tiltölulega góðu veðri á landinu öllu fram á þriðjudag. 23.3.2005 00:01
Ákæra þingfest vegna smyglara Brasilíska konan sem handtekin var í Leifsstöð rétt fyrir jól með rúm 800 grömm af kókaíni og á annað þúsund skammta af LSD gistir fangageymslur fram í miðjan apríl. Ákæra á hendur henni var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í fyrradag. 23.3.2005 00:01
Börn reykjandi mæðra vitgrennri Börn mæðra sem reykja á meðgöngu verða á fullorðinsárum ekki eins greind og börn mæðra sem ekki reykja. Þetta er niðurstaða nýrrar danskrar rannsóknar. 23.3.2005 00:01
Lögreglan ekki beðin um aðstoð Enn hefur engin formleg beiðni um aðstoð borist hingað til lands frá þýskum lögregluyfirvöldum um aðstoð við rannsókn máls þeirra tveggja skipverja á Hauki ÍS sem handteknir voru í Bremerhaven með mikið magn fíkniefna í fórum sínum. 23.3.2005 00:01
Konunglegur lögskilnaður Jóakim Danaprins og Alexandra prinsessa hafa nú sótt um formlegan skilnað, réttu hálfu ári eftir að tilkynnt var að þau væru skilin að borði og sæng. 23.3.2005 00:01
Havaxtarhvetjandi aðgerðir í ESB Leiðtogar Evrópusambandsins luku í gær tveggja daga vorfundi sínum í Brussel með samþykkt um breytingar á svonefndum stöðugleikasáttmála Efnahags- og myntbandalagsins. Breytingunum var fagnað sem tímabæru tæki til vinna gegn niðursveiflunni í efnahagslífi kjarnaríkja evru-svæðisins. Áform um samkeppni í þjónustugeiranum voru útvötnuð að hluta. 23.3.2005 00:01
Skyldaðir í þýskunám Útlendingum, sem ekki hafa þýsku að móðurmáli, kann að verða gert að taka 300 þýskukennslutíma til að uppfylla skilyrði fyrir varanlegu dvalarleyfi í Austurríki. Kveðið er á um þetta í stjórnarfrumvarpi sem er til umfjöllunar á austurríska þinginu. </font /> 23.3.2005 00:01
Í verkfalli í þrettán ár Verkamenn í valhnetuvinnslu í Kaliforníu hafa ákveðið að binda enda á verkfall sem staðið hafði í þrettán og hálft ár. Meðlimir verkalýðsfélagsins lögðu niður störf verksmiðjuna í september 1991 vegna kjaradeilu. Nú hafa þeir loks samþykkt nýjan fimm ára kjarasamning. Flestir eru þeir þó fyrir löngu búnir að ráða sig annað. 23.3.2005 00:01
Japanar munu íhuga lausn Fischers Japanar munu íhuga að senda Bobby Fischer til Íslands ef þeim berst staðfesting á því að honum hafi verið veittur íslenskur ríkisborgararéttur. Þetta hefur fréttastofa Reuters eftir Chieko Nohno, dómsmálaráðherra Japans, í morgun. 22.3.2005 00:01
Gekk berserksgang í menntaskóla Níu manns liggja í valnum eftir að bandarískur menntaskólanemi gekk berserksgang og skaut á hvað sem fyrir varð í menntaskólanum sínum. 22.3.2005 00:01
Hóta árásum á kirkjur Óþekktur hópur sem lýst hefur yfir ábyrgð á sprengjuárás í smáríkinu Katar við Persaflóa sl. helgi hefur hótað frekari árásum. Í yfirlýsingu frá samtökunum sem birtist á vefsíðu í gær segir að fyrir dyrum standi árásir á kirkjur og aðra samkomustaði í Bandaríkjunum, Bretlandi og á Ítalíu. 22.3.2005 00:01
Siglingaleiðin fyrir Horn greiðfær Siglingaleiðin fyrir Horn er orðin greiðfær þótt sjófarendur geti enn átt von á að sjá þar staka jaka. Ísinn er þó sumstaðar enn inni á vogum og víkum en hann bráðnar nú ört. 22.3.2005 00:01
Hafa aukið við kjarnorkuvopnabúrið Stjórnvöld í Norður-Kóreu sögðust í gær hafa aukið verulega við kjarnorkuvopnabúr sitt undanfarið vegna óvinveittra skilaboða víða að. Þá sagði einnig í yfirlýsingu frá stjórnvöldum sem send var út í gær að fyrir dyrum stæði að gera allan herafla landsins kláran, ef ske kynni að óvinir landsins færu að sýna tilburði til innrásar. 22.3.2005 00:01
Flugfreyja fékk höfuðhögg Breiðþota franska flugfélagsins Air France lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi með slasaða flugfreyju sem hafði fengið höfuðhögg um borð í vélinni. Breiðþotan var á leið frá Frakklandi til Bandaríkjanna og voru 440 farþegar um borð. 22.3.2005 00:01
Heimdallur vill afnema fyrningu Stjórn Heimdallar styður frumvarp sem lagt hefur verið fram á Alþingi um að kynferðisbrot sem framið er gegn barni yngra en 14 ára fyrnist ekki. 22.3.2005 00:01
Dómarinn gefur ekkert upp Dómari í máli Terri Schiavo, heilasködduðu bandarísku konunnar sem hatrammar deilur standa nú um, gefur engar upplýsingar um það hvenær hann úrskurðar í málinu. Næringagjöf Schiavo var hætt á föstudaginn í síðustu viku og hún hefur hvorki fengið vott né þurrt síðan. 22.3.2005 00:01
Hæstiréttur staðfesti dóminn Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Austurlands um að Fjarðabyggð og verktakafyrirtækið Arnarfell skuli greiða húseigenda í Neskaupstað eina og hálfa milljón króna í skaðabætur vegna sprungna sem urðu í steinsteypu í húsi hans þegar verið var sð sprengja í hlíðinni fyrir ofan það vegna byggingar snjóflóðavarna. 22.3.2005 00:01
Jógúrt við andfýlu Ef andfýlan er að drepa alla í kringum þig þá er hjálpin nær en margur heldur. Vísindamenn segja nú að hrein, sykurlaus jógúrt komi í veg fyrir bæði andfýlu, tannskemmdir og tannholdssjúkdóma. 22.3.2005 00:01
Sogaðist inn í kjötkvörn Norskur pylsugerðarmaður sogaðist inn í kjötkvörn í gær og lést samstundis. Samstarfsfólk mannsins fékk taugaáfall og varð að leita sér læknisfræðilegrar aðstoðar. Lögreglan í Ósló hefur ákveðið að fresta yfirheyrslum þar til eftir páska. 22.3.2005 00:01
Fischer strax á launaskrá? Flest bendir til þess að Bobby Fischer komist strax á launaskrá hjá hinu opinbera, ef hann kemur hingað til lands, því hann á rétt á launum sem svara menntaskólakennaralaunum þar sem hann verður íslenskur stórmeistari í skák. 22.3.2005 00:01
Jepparnir komnir niður á láglendi Björgunarsveitarmenn eru búnir að koma tveimur jeppum, sem þrjú ungmenni festu uppi á hálendi í gær og leit var gerð að, niður á láglendi en ungmennin fundust heil á húfi í gærkvöldi. 22.3.2005 00:01
Undrandi á endurkomu Hallgríms Íslenskir friðargæsluliðar sem störfuðu undir Hallgrími Sigurðssyni á Kabúlflugvelli í Afganistan segjast undrandi á því að hann sé aftur kominn til starfa við flugvöllinn, nú á vegum Flugmálastjórnar. 22.3.2005 00:01
18 mánuðir fyrir kynferðisbrot Hæstiréttur dæmdi í gær mann í 18 mánaða fangelsi fyrir kynferðisbrot gegn tveimur stúlkum sem áttu sér stað þegar önnur þeirra var átta til tíu ára og hin þrettán til fjórtán ára. Brot mannsins gegn annarri stúlkunni voru hins vegar talin fyrnd. 22.3.2005 00:01
Yfir 260 umsóknir hafa borist Yfir 260 umsóknir um einbýlishúsalóðir í Lambaseli höfðu borist framkvæmdasviði borgarinnar á hádegi en þrjátíu lóðir eru í boði. Formaður borgarráðs Reykjavíkurborgar segist vilja prófa þessa úthlutunarleið en honum hugnist betur útboðsleiðin. 22.3.2005 00:01
Lóan er komin Lóan er komin og var það breskur fuglafræðingur og áhugamaður sem sá þrjár heiðlóur vestur í Gróttu á Seltjarnarnesi í gær. Brynjúlfur Brynjólfsson, fuglaáhugamaður á Höfn í Hornafirði, segist vita deili á Bretanum og treysta honum fyllilega. 22.3.2005 00:01
244 kærur til Landlæknis Alls bárust 244 kærur og kvartanir til Landlæknisembættisins árið 2004 og er það nokkuð meira en undanfarin ár. Tilefni flestra kvartana eða kæra var vegna ófullnægjandi eða rangrar greiningar, meðferðar eða eftirlits en alls bárust 113 slíkar kærur. 22.3.2005 00:01
Ísafjörður og Akureyri vinsæl Ísafjörður og Akureyri eru vinsælustu áfangastaðirnir um páskana. Á báðum stöðum verður hægt að fara á skíði og skipulögð dagskrá verður í boði. 22.3.2005 00:01
10 mánaða fangelsi fyrir fjársvik Karl og kona voru í Hæstarétti í gær dæmd í tíu mánaða fangelsi fyrir fjársvik, skjalafals og fjárdrátt í viðskiptum með bíla en þau ráku bílasöluna Evrópu á árunum 2000 og 2001. Hæstiréttur þyngdi dóm Héraðsdóms yfir fólkinu þar sem konan var dæmd í sjö mánaða fangelsi og karlinn í sex mánaða fangelsi, bæði skilorðsbundið. 22.3.2005 00:01
Framleiða friðsamlega kjarnorku Íranar eru staðráðnir að halda áfram framleiðslu sinni á „friðsamlegri“ kjarnorku, eins og yfirmaður innan írönsku kjarnorkumálastofnunarinnar orðaði það í dag. 22.3.2005 00:01
Flugfreyjan útskrifuð Flugfreyjan sem slasaðist um borð í frönsku farþegaþotunni sem lenti á Keflavíkurflugvelli í gærkvöldi hefur verið útskrifuð af sjúkrahúsi. Flugfreyjan fékk slæmt högg á höfuðið þegar hún rakst á hurð í eldhúsi flugvélarinnar við flugtak í Frakklandi en vélin var á leið frá París til New York. 22.3.2005 00:01
Undirbúa málsókn gegn ríkinu Félag eigenda sjávarjarða undirbýr nú málshöfðun gegn ríkinu vegna útróðraréttar sem þeir hafa haft frá landnámi. Með lögunum um stjórn fiskveiða var komið í veg fyrir að jarðirnar hafi getað nýtt sér réttinn til sjósókna frá einkajörðum sínum. 22.3.2005 00:01
Rússnesk herþyrla hrapaði Sex eru taldir af eftir að rússnesk herþyrla hrapaði í Tsjetsjeníu í dag. Ekki er vitað hvað olli því að þyrlan hrapaði en tsjetsjenskir skæruliðar hafa skotið niður nokkrar þyrlur á flugi yfir sjálfsstjórnarhéraðinu í gegnum tíðina. 22.3.2005 00:01
Greiði bætur upp á 3 milljónir Alþjóða líftryggingafélagið hf. var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag dæmt til að greiða konu tæpar þrjár milljónir króna vegna sjúkratryggingar sem konan hafði keypt hjá félaginu. Konan höfðaði málið þegar henni var neitað um greiðslu út á sjúkratrygginguna. 22.3.2005 00:01
Fyrstu samningar sinnar tegundar Sjómannafélag Eyjafjarðar og Félag skipstjórnarmanna hafa samið við áhafnir þriggja ísfisktogara Samherja á Akureyri um hafnarfrí. Samningarnir eru þeir fyrstu sinnar tegundar á Íslandi. 22.3.2005 00:01