Erlent

Fangar óttast pyntingar

Herréttarhöld eru hafin yfir nokkrum fanganna í Guantanamo-fangabúðunum á Kúbu. Það vekur vonir um að fleiri verði látnir lausir þaðan en að sama skapi er óttast menn um að fangarnir verði seldir í hendur ríkisstjórna sem gætu beitt þá pyntingum. Lengi hefur verið barist fyrir því að réttað verði yfir föngunum í Guantanamo í stað þess að þeim sé haldið þar án dóms og laga. Nú hefur herdómstóll tekið til starfa sem á að meta hvort hætta stafi af mönnunum og hvort þeir búi yfir gagnlegum upplýsingum. Dómstóllinn er ein fárra leiða sem þeir hafa til að eygja frelsi. Lögfræðingar þeirra mega hins vegar ekki að aðstoða þá og sakargiftirnar eru þeim einungis gefnar upp að hluta. Margir fanganna koma frá ríkjum þar sem pyntingar viðgangast og því hafa lögfræðingar meira en fimmtíu fanga hafa farið fram á að tryggt verði að skjólstæðingar sínir verði ekki sendir til slíkra landa. Í síðustu viku úrskurðaði dómari að ekki væri heimilt að senda þrettán Jemena til síns heima fyrr en að undangenginni réttarmeðferð þess efnis.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×