Erlent

Sprengt í Beirút

Þrír fórust í öflugri sprengjutilræði í Beirút í gærmorgun. Sprengingin varð í hverfi sem er einkum byggt kristnum mönnum en þeir hafa verið í fylkingarbrjósti mótmælenda gegn sýrlenskum hersveitum að undanförnu. Þetta er annað sprengjutilræðið í Beirút síðustu daga og er talið að tilræðismennirnir séu að reyna að sýna fram á nauðsyn þess að halda sýrlensku herliði í landinu. Dómari sem rannsakar morðið á Rafik Hariri, fyrrverandi forsætisráðherra Líbanon, hefur beðist lausnar undan skyldum sínum. Hann ber við annríki á öðrum sviðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×