Erlent

Seladráp að hefjast í Kanada

Seladráp hefst í Kanada í lok þessa mánaðar og stendur til að drepa 32 þúsund selskópa. Seladráp er árlegur viðburður í Kanada og það sagt nauðsynlegt til að viðhalda eðlilegri stærð á selastofninum. Umhverfisverndarsinnar og dýravinir mótmæla því harðlega og segja drápin ómannúðleg. Þrátt fyrir fullyrðingar kanadískra stjórnvalda um annað séu margir kóparnir í raun og veru flegnir lifandi. Embættismenn segja að fimm milljónir sela lifi nú í Kanada, þrefalt fleiri en á áttunda áratugnum. Sjómenn kenna selum um hrun þorskstofnsins fyrir um áratug.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×