Innlent

Færðu íbúum Hrafnistu páskaegg

Eimskip gladdi heimilisfólk Hrafnistu rétt fyrir hádegi með því að færa því um átta hundruð páskaegg að gjöf, í tilefni af páskunum. Eimskip vildi með þessum hætti þakka þá frábæru umönnun sem mikill fjöldi fyrrverandi sjómanna félagsins hefur notið á Hrafnistu um áratugaskeið. Það voru Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, og Guðmundur Hallvarðsson, formaður Sjómannadagsráðs, sem afhentu páskaeggin heimilisfólkinu á Hrafnistu í Reykjavík í matsalnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×