Innlent

Götum lokað vegna framkvæmda

Nokkrum götum í Reykjavík verður lokað strax eftir páska vegna framkvæmda, annars vegar við Hringbraut og hins vegar við Hlemm. Þetta kemur fram í tilkynningu frá framkvæmdasviði Reykjavíkurborgar. Njarðargötu, frá Vatnsmýrarvegi og Hringbraut að Sturlugötu, verður lokað vegna færslu Hringbrautar frá 29. mars til 20. apríl. Íbúum í Skerjafirði og öðrum vegfarendum er bent á að fara um Hringbraut og Suðurgötu meðan lokunin stendur yfir. Aðkoma að Umferðarmiðstöð verður frá Bústaðavegi. Þá verður Laugavegi, frá Rauðarárstíg að Höfðatúni, og Hverfisgötu milli Snorrabrautar og Rauðarárstígs lokað vegna endurnýjunar á Hlemmi frá 30. mars til 13. apríl 2005.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×