Erlent

Vilja funda með Wolfowitz

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna hafa áhyggjur af tilnefningu Pauls Wolfowitz sem bankastjóri Alþjóðabankans. Þeir vilja funda með honum til að fá skýringar á því hvernig hann hyggist sinna starfanum. Þetta var ein niðurstaða ráðherrafundar sem nú stendur yfir í Brussel. Fjármálaráðherra Lúxemborgar segist hafa nokkrar áhyggjur af því hvaða stefnu Wolfowitz ætli sér að framfylgja. Stefnt er að því að af fundinum verði strax í næstu viku.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×