Innlent

Gott fólk í eftirlitinu

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir að sérþjálfaðir eftirlitsmenn sinni gæðaeftirliti fyrir æðarbændur. Auðlindin sé takmörkuð og magnið lítið og því hafi hann lagt fram frumvarp. Það sé fyrst og fremst til að tryggja að gæðaeftirlitið sé í höndum Íslendinga. "Það er gott fólk sem vinnur æðardúninn fyrir æðarbændur og vilja vinna æðardúninn fyrir þá," segir hann. Jón Sveinsson iðnrekandi gagnrýnir gæðaeftirlit æðarbænda og telur að það sé engan veginn nógu gott. Hið opinbera dúnmat sé skipað "ófaglærðum, ómenntuðum, einföldum dúnbændum. Enginn skóli er til í dúnvinnslu, allir sjálflærðir, flestir matsmenn hafa til dæmis aldrei hreinsað dún sjálfir," segir hann. Guðni segir að æðardúnnninn "sé mjög sérstök íslensk afurð og þurfi að búa við mikla sérstöðu" en nefnir ekki annað en lítið magn og takmarkaða auðlind sem frekari rök. "Þegar kaupendurnir gera kröfu um að þetta gæðaeftirlit sé okkar þá vill maður það. Það eru Þjóðverjar og Japanir sem sækja það fastast."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×