Erlent

Ólgan vex í Kirgisistan

Spenna vex enn í Kirgisistan. Stjórnarandstæðingar ráða lögum og lofum í nokkrum bæjum í suðurhluta landsins og virðast þeir heldur vera að sækja í sig veðrið. Akajev forseti rak í gær innanríkisráðherra landsins og skipaði samstundis nýjan í hans stað. Nýi ráðherrann kveðst ætla að taka mótmælendur föstum tökum, jafnvel beita hervaldi ef með þarf. Mikil ólga hefur ríkt í landinu síðan þingkosningar voru haldnar í landinu í síðasta mánuði. Þar beið stjórnarandstaðan afhroð en brigður hafa verið bornar á framkvæmd kjörfundarins. Stjórnarandstæðingar eru einkum í suðrinu á meðan stuðningsmenn forsetans búa í norðurhluta landsins. Hernaðarlegt mikilvægi landsins er talsvert enda hafa bæði Bandaríkjamenn og Rússar þar herstöðvar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×