Innlent

Starfsmönnum hótað

Skýrslur um starfsemi Íslendings og þriggja Pólverja, sem lögreglan á Selfossi stöðvaði fyrir of hraðan akstur á þriðjudag, eru komnar til Útlendingaeftirlits og Vinnumálastofnunar. Í framhaldi af því verður málið skoðað en búast má við ákæru. Tveir Pólverjanna höfðu starfað á Íslandi áður. Einn þeirra hafði komið fjórum sinnum hingað til lands og starfað hér í þrjá mánuði í senn. Annar hafði komið tvisvar til landsins og starfað í þrjá mánuði í senn. Þriðji Pólverjinn var að koma hingað í fyrsta skipti. Útlendingarnir voru allir hér við störf án tilskilinna leyfa. Íslendingurinn var með útrunnið ökuleyfi. Íslendingur, sem hýsti Pólverjana, kom á lögreglustöðina á þriðjudag og veittist að lögreglumanni. Hann var færður í fangaklefa og síðan yfirheyrður. Hann hefur beitt starfsmenn sýslumannsembættisins hótunum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×