Fischer er næst frægastur 23. mars 2005 00:01 Heimsfrægum Íslendingum fjölgaði um einn þegar Bobby Fischer fékk íslenskan ríkisborgararétt á mánudag. Skákáhugamenn um víða veröld þekkja vitaskuld sögu Fischers og snilli hans við taflborðið en orðspor Bjarkar Guðmundsdóttur hefur farið víðar. Fjöldi vefsíðna sem geyma nöfn fólks er viðurkenndur mælikvarði á frægð og sé nöfnum Fischers og Bjarkar slegið upp á leitarvélum má sjá að Björk hefur vinninginn. Samtöl við fólk sem hefur tilfinningu fyrir frægð og umtali í erlendum fjölmiðlum leiðir hið sama í ljós. Björk er gríðarlega þekkt víðast hvar á jarðkúlunni enda hafa plötur hennar selst í bílförmum. Þá vekur hún jafnan athygli hvar sem hún kemur; fyrir útlit, orð og gjörðir. Leikur hennar í Myrkradansaranum, verðlaun á Cannes-hátíðinni, tilnefning til Óskarsverðlauna og söngur á Óskarshátíðinni fleyttu henni enn ofar á frægðarhimininn. Augu alheimsins beindust að Fischer þegar hann háði einvígið um heimsmeistaratitilinn í skák við Spassky í Reykjavík 1972. Það voru ekki einasta skákáhugamenn og þeir sem fylgdust með almennum fréttum sem beindu sjónum sínum að aðalleikurunum í Laugardalshöllinni það ár því þar mættust austrið og vestrið í miðju kalda stríðinu. Eftir að Fischer hélt heim með heimsmeistaratitilinn í farteskinu hélt hann sig til hlés og frá kastljósi fjölmiðlanna. Hann tefldi einstaka sýningaskák en það var vart fyrr en 1992 - á 20 ára afmæli einvígis aldarinnar - sem hann komst í sviðsljósið á ný. Væringar síðustu vikna og mánaða hafa svo vakið á honum athygli á ný. Að líkindum er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen næstur á listanum yfir frægustu Íslendingana. Hann er einn af lykilmönnunum í toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en grannt er fylgst með enskri knattspyrnu í löndum þar sem á annað borð er áhugi á greininni. Í hópi annarra Íslendinga sem njóta frægðar víðsvegar um heim vegna hæfileika eða afreka eru til dæmis tónlistarmaðurinn Vladimir D. Ashkenazy, söngvarinn Kristján Jóhannsson, dansarinn Helgi Tómasson, rithöfundurinn Halldór Laxness, geimfarinn Bjarni Tryggvason og Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands. Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira
Heimsfrægum Íslendingum fjölgaði um einn þegar Bobby Fischer fékk íslenskan ríkisborgararétt á mánudag. Skákáhugamenn um víða veröld þekkja vitaskuld sögu Fischers og snilli hans við taflborðið en orðspor Bjarkar Guðmundsdóttur hefur farið víðar. Fjöldi vefsíðna sem geyma nöfn fólks er viðurkenndur mælikvarði á frægð og sé nöfnum Fischers og Bjarkar slegið upp á leitarvélum má sjá að Björk hefur vinninginn. Samtöl við fólk sem hefur tilfinningu fyrir frægð og umtali í erlendum fjölmiðlum leiðir hið sama í ljós. Björk er gríðarlega þekkt víðast hvar á jarðkúlunni enda hafa plötur hennar selst í bílförmum. Þá vekur hún jafnan athygli hvar sem hún kemur; fyrir útlit, orð og gjörðir. Leikur hennar í Myrkradansaranum, verðlaun á Cannes-hátíðinni, tilnefning til Óskarsverðlauna og söngur á Óskarshátíðinni fleyttu henni enn ofar á frægðarhimininn. Augu alheimsins beindust að Fischer þegar hann háði einvígið um heimsmeistaratitilinn í skák við Spassky í Reykjavík 1972. Það voru ekki einasta skákáhugamenn og þeir sem fylgdust með almennum fréttum sem beindu sjónum sínum að aðalleikurunum í Laugardalshöllinni það ár því þar mættust austrið og vestrið í miðju kalda stríðinu. Eftir að Fischer hélt heim með heimsmeistaratitilinn í farteskinu hélt hann sig til hlés og frá kastljósi fjölmiðlanna. Hann tefldi einstaka sýningaskák en það var vart fyrr en 1992 - á 20 ára afmæli einvígis aldarinnar - sem hann komst í sviðsljósið á ný. Væringar síðustu vikna og mánaða hafa svo vakið á honum athygli á ný. Að líkindum er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen næstur á listanum yfir frægustu Íslendingana. Hann er einn af lykilmönnunum í toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en grannt er fylgst með enskri knattspyrnu í löndum þar sem á annað borð er áhugi á greininni. Í hópi annarra Íslendinga sem njóta frægðar víðsvegar um heim vegna hæfileika eða afreka eru til dæmis tónlistarmaðurinn Vladimir D. Ashkenazy, söngvarinn Kristján Jóhannsson, dansarinn Helgi Tómasson, rithöfundurinn Halldór Laxness, geimfarinn Bjarni Tryggvason og Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands.
Fréttir Innlent Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Sjá meira