Fischer er næst frægastur 23. mars 2005 00:01 Heimsfrægum Íslendingum fjölgaði um einn þegar Bobby Fischer fékk íslenskan ríkisborgararétt á mánudag. Skákáhugamenn um víða veröld þekkja vitaskuld sögu Fischers og snilli hans við taflborðið en orðspor Bjarkar Guðmundsdóttur hefur farið víðar. Fjöldi vefsíðna sem geyma nöfn fólks er viðurkenndur mælikvarði á frægð og sé nöfnum Fischers og Bjarkar slegið upp á leitarvélum má sjá að Björk hefur vinninginn. Samtöl við fólk sem hefur tilfinningu fyrir frægð og umtali í erlendum fjölmiðlum leiðir hið sama í ljós. Björk er gríðarlega þekkt víðast hvar á jarðkúlunni enda hafa plötur hennar selst í bílförmum. Þá vekur hún jafnan athygli hvar sem hún kemur; fyrir útlit, orð og gjörðir. Leikur hennar í Myrkradansaranum, verðlaun á Cannes-hátíðinni, tilnefning til Óskarsverðlauna og söngur á Óskarshátíðinni fleyttu henni enn ofar á frægðarhimininn. Augu alheimsins beindust að Fischer þegar hann háði einvígið um heimsmeistaratitilinn í skák við Spassky í Reykjavík 1972. Það voru ekki einasta skákáhugamenn og þeir sem fylgdust með almennum fréttum sem beindu sjónum sínum að aðalleikurunum í Laugardalshöllinni það ár því þar mættust austrið og vestrið í miðju kalda stríðinu. Eftir að Fischer hélt heim með heimsmeistaratitilinn í farteskinu hélt hann sig til hlés og frá kastljósi fjölmiðlanna. Hann tefldi einstaka sýningaskák en það var vart fyrr en 1992 - á 20 ára afmæli einvígis aldarinnar - sem hann komst í sviðsljósið á ný. Væringar síðustu vikna og mánaða hafa svo vakið á honum athygli á ný. Að líkindum er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen næstur á listanum yfir frægustu Íslendingana. Hann er einn af lykilmönnunum í toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en grannt er fylgst með enskri knattspyrnu í löndum þar sem á annað borð er áhugi á greininni. Í hópi annarra Íslendinga sem njóta frægðar víðsvegar um heim vegna hæfileika eða afreka eru til dæmis tónlistarmaðurinn Vladimir D. Ashkenazy, söngvarinn Kristján Jóhannsson, dansarinn Helgi Tómasson, rithöfundurinn Halldór Laxness, geimfarinn Bjarni Tryggvason og Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands. Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Heimsfrægum Íslendingum fjölgaði um einn þegar Bobby Fischer fékk íslenskan ríkisborgararétt á mánudag. Skákáhugamenn um víða veröld þekkja vitaskuld sögu Fischers og snilli hans við taflborðið en orðspor Bjarkar Guðmundsdóttur hefur farið víðar. Fjöldi vefsíðna sem geyma nöfn fólks er viðurkenndur mælikvarði á frægð og sé nöfnum Fischers og Bjarkar slegið upp á leitarvélum má sjá að Björk hefur vinninginn. Samtöl við fólk sem hefur tilfinningu fyrir frægð og umtali í erlendum fjölmiðlum leiðir hið sama í ljós. Björk er gríðarlega þekkt víðast hvar á jarðkúlunni enda hafa plötur hennar selst í bílförmum. Þá vekur hún jafnan athygli hvar sem hún kemur; fyrir útlit, orð og gjörðir. Leikur hennar í Myrkradansaranum, verðlaun á Cannes-hátíðinni, tilnefning til Óskarsverðlauna og söngur á Óskarshátíðinni fleyttu henni enn ofar á frægðarhimininn. Augu alheimsins beindust að Fischer þegar hann háði einvígið um heimsmeistaratitilinn í skák við Spassky í Reykjavík 1972. Það voru ekki einasta skákáhugamenn og þeir sem fylgdust með almennum fréttum sem beindu sjónum sínum að aðalleikurunum í Laugardalshöllinni það ár því þar mættust austrið og vestrið í miðju kalda stríðinu. Eftir að Fischer hélt heim með heimsmeistaratitilinn í farteskinu hélt hann sig til hlés og frá kastljósi fjölmiðlanna. Hann tefldi einstaka sýningaskák en það var vart fyrr en 1992 - á 20 ára afmæli einvígis aldarinnar - sem hann komst í sviðsljósið á ný. Væringar síðustu vikna og mánaða hafa svo vakið á honum athygli á ný. Að líkindum er knattspyrnumaðurinn Eiður Smári Guðjohnsen næstur á listanum yfir frægustu Íslendingana. Hann er einn af lykilmönnunum í toppliði Chelsea í ensku úrvalsdeildinni en grannt er fylgst með enskri knattspyrnu í löndum þar sem á annað borð er áhugi á greininni. Í hópi annarra Íslendinga sem njóta frægðar víðsvegar um heim vegna hæfileika eða afreka eru til dæmis tónlistarmaðurinn Vladimir D. Ashkenazy, söngvarinn Kristján Jóhannsson, dansarinn Helgi Tómasson, rithöfundurinn Halldór Laxness, geimfarinn Bjarni Tryggvason og Vigdís Finnbogadóttir fyrrum forseti Íslands.
Fréttir Innlent Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira