Erlent

Innanríkisráðherrann látinn fjúka

Forseti Kirgisistans, Askar Akajev, rak í nótt innanríkisráðherra sinn. Akajev varð þannig við kröfum stjórnarandstæðinga sem mótmælt hafa með látum undanfarna daga. Hann neitaði þó að verða við kröfum um að láta sjálfur af embætti. Átök þjóðernishópa í landinu hafa magnast á liðnum dögum og segja stjórnmálaskýrendur hættu á að átökin breiðist út.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×